Hvers vegna þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu?

Forsætisráðherra og félagar hafa talað digurbarkalega um að staðfesting forseta sé einungis formsatriði og hafi í raun enga þýðingu. Slík staðhæfing er glæfraleg því ,,léttvæg” formsatriði eru nauðsynleg til þess að einhver regla haldist í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna annað formsatriði sem er talið ein af grundvallarreglum samfélagsins, birtingu laga. Lög öðlast aldrei gildi fyrr en þau hafa verið birt opinberlega í A-deild Stjórnartíðinda, því ekki er raunhæft að almenningur geti farið eftir lögum ef hann þekkir ekki efni þeirra. Getið þið ímyndað ykkur hvernig ástandið í þjóðfélaginu yrði ef ráðamenn ákvæðu nú að þetta formsatriði hefði enga þýðingu og færu að beita óbirtum lögum? Forsætisráðherra og félagar hafa talað digurbarkalega um að staðfesting forseta sé einungis formsatriði og hafi í raun enga þýðingu. Slík staðhæfing er glæfraleg því ,,léttvæg” formsatriði eru nauðsynleg til þess að einhver regla haldist í þjóðfélaginu. Sem dæmi má nefna annað formsatriði sem er talið ein af grundvallarreglum samfélagsins, birtingu laga. Lög öðlast aldrei gildi fyrr en þau hafa verið birt opinberlega í A-deild Stjórnartíðinda, því ekki er raunhæft að almenningur geti farið eftir lögum ef hann þekkir ekki efni þeirra. Getið þið ímyndað ykkur hvernig ástandið í þjóðfélaginu yrði ef ráðamenn ákvæðu nú að þetta formsatriði hefði enga þýðingu og færu að beita óbirtum lögum?

Hér má einnig nefna annað formsatriði sem nauðsynlegt er við lagasetningu, að þrjár umræður séu um hvert frumvarp á þingi. Er næsta skref kannski að ákveða að stjórnarfrumvörp þurfi einungis að ræða einu sinni á þingi, eða bara alls ekki neitt, vegna þess að það sé ljóst að þingmeirihluti sé fyrir hendi og því sé það einungis tímasóun að ræða málið þrisvar sinnum á þingi? Hver heilvita maður sér að þetta er enginn rökstuðningur og að þótt undirritun forseta þurfi eingöngu formsins vegna verður að uppfylla öll formsatriði til þess að lög öðlist gildi á stjórnskipulegan hátt.

Undanfarið hefur mikið verið deilt um það hvort hægt sé að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á Alþingi. Þeir sem telja að svo sé fara mikinn í umræðunni um að ekki megi taka af Alþingi réttinn til að setja lög og breyta eldri lögum eða fella þau úr gildi um leið. En þeir ,,gleyma” því að fjölmiðlalögin hafa ekki sömu stöðu og önnur lög sem þingið hefur sett og þar af leiðandi er ekki sjálfgefið að þingið hafi sama rétt til þess að fella þau úr gildi og önnur lög. Munurinn á fjölmiðlalögunum og öðrum lögum er sá að fjölmiðlalögin hafa ekki öðlast endanlegt stjórnskipulegt gildi vegna þess að þau hafa ekki verið staðfest af forseta eins og 26. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um.

Hvergi er lögfest heimild Alþingis til þess að breyta eða fella úr gildi lög sem forseti synjar undirritunar. Ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar er alveg skýrt, endanlegt gildi slíkra laga ræðst einungis í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnvöld hafa ekkert val, þau geta ekki með fáránlegum sjónhverfingum á þingi komið í veg fyrir að þjóðin kjósi.

Sagt er að málið sé flokkspólitísk deila, snúist um mismunandi sjónarmið og ekkert eitt sé rétt í stöðunni. Með því er verið að gera lítið úr stjórnarskránni og stjórnskipun landsins. Stjórnvöld eiga einskis úrkosti, þeim ber að fylgja stjórnarskránni og það er móðgun við almenning að haga því þannig að ný fjölmiðlalög taki ekki gildi fyrr en eftir næstu Alþingiskosningar. Alþingiskosningar snúast ekki um einstök lög, heldur um það hverjum við treystum til þess að fara með stjórn landsins næstu fjögur árin. Spurning um gildi einstakra laga ræðst ekki í slíkum kosningum. Ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar er ótvírætt, þjóðin á að kjósa beint um lög sem forseti synjar undirritunar og það er þjóðin og aðeins þjóðin sem getur veitt slíkum lögum endanlegt stjórnskipulegt gildi eða fellt þau úr gildi. Eftir að þjóðin hefur kosið getur Alþingi svo fellt slík lög úr gildi eða breytt þeim með venjubundnum hætti, hafi lögin ekki verið felld úr gildi í þjóðargreiðslunni. Ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar væri marklaust ef þingið gæti alltaf fellt úr gildi og/eða breytt lögum sem forseti neitar að skrifa undir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand