R-lista vandræðin

Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fylgst náið með viðræðum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Flokkarnir sem standa að R – listanum hafa verið í viðræðum vikum saman og misvandræðalegar uppákomur hafa litið dagsins ljós. Fyrir rúmlega sólarhring virtist sem viðræður væru að fara út um þúfur og flest benti til að þeim yrði slitið. En viti menn. Enn á ný er reynt að stokka spilin og byrja upp á nýtt. Hvað kemur út úr því framhaldi á eftir að koma í ljós. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fylgst náið með viðræðum stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Flokkarnir sem standa að R – listanum hafa verið í viðræðum vikum saman og misvandræðalegar uppákomur hafa litið dagsins ljós. Fyrir rúmlega sólarhring virtist sem viðræður væru að fara út um þúfur og flest benti til að þeim yrði slitið. En viti menn. Enn á ný er reynt að stokka spilin og byrja upp á nýtt. Hvað kemur út úr því framhaldi á eftir að koma í ljós.

Það er augljóst leikmönnum sem horfa á þessar uppákomur úr fjarlægð að R – listabandalagið er orðið ákaflega götótt og þreytt. Framsóknarmenn með oddvita sinn í broddi fylkingar hafa hátt og ungliðar þeirra hnýta í Samfylkinguna fyrir að lítilsvirða hina flokkana. Það er auðséð og heyrt að Framsóknarmönnum er mjög í mun að halda þessu bandalagi áfram enda bendir flest til að sjá flokkur eigi allt eins von að fá engan borgarfulltrúa í sérframboði. R – listinn hefur tryggt Framsókarmönnum, sérstaklega Alfreð Þorsteinssyni völd sem hann hefur notað til að maka krókinn sem aldrei fyrr í Orkuveitunni. Flest þau mál sem til spillingar horfa í þessu samstarfi á rætur að rekja til verka Alfreðs og Framsókarflokksins. Vinstir grænir eiga heldur meira fylgi í borginni en þeir hafa sýnt það oftar en einu sinni á þessu kjörtímabili að þeir eru tilbúinir til að reka rýting í bak samstarfsflokkanna ef þeim sýnist svo og hentar. Þekktasta dæmið er þegar þeir knúðu Ingibjörgu Sólrúnu til afsagnar í góðu kompaníi við Halldór Ásgrímsson. VG er íhaldssamur og þröngsýnn flokkur og hafa stundum virkað hamlandi á R – listann.

Samfylkingin er lang öflugasti flokkurinn í þessu samstarfi. Vægi hans er þó engu meira en smáflokkanna tveggja VG og Framsóknar. Það má velta því fyrir sér hvort fulltrúar Samfylkingarinnar í R – lista samstarfinu hafi lýðræðislegan rétt til að taka slíkar ákvarðanir. Það er auðvitað ábyrgðarhluti að flokkur sem væri að fá 35% fylgi afhenti fulltrúum flokks sem væri að fá 4 – 5% mikið vald og vægi. Það er álitamál hvort slíkt væri siðlegt gagnvart kjósendum Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Ekki sér fyrir endan á þessum viðræðum. Sjálfstæðismenn fengu loksins hagstæða könnun og hafa farið mikinn síðan. Hvort þessi könnun er að hrekja R -listaflokkana í samstarf á ný skal ósagt látið. Það væri verra að R – listinn færi að fá yfirbragð hræðslubandalags sem hefði þann tilgang einan að halda Sjálfstæðiflokknum frá völdum. Þá væri slíkt ömurleg niðurstaða. R – listinn er að mörgu leiti orðinn eins og gömul, götótt brók sem lokið hefur hlutverki sínu. Það væri gott ef flokkunum tækist að blása lífi í þetta samstarf og endurheimta ferskleikann. Ég hef miklar efasemdir um að það takist og R -listasamstarfið fari að líkjast gamla þreytta Sjálfstæðisflokknum sem var við völd í 60 ár mörgum til armæðu. Það væri slæmur endir að R – listinn veslaðist upp í gíslingu Framsóknar. Þá væri betra að missa völdin og endurheimta ferskleikann. Allir hafa gott að hugmyndafræðilegri endurnýjum. Mér finnst að það sé komin tími á það hjá R – listanum.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
– greinin birtist nýverið á vef Samfylkingarinnar á Akureyri

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið