Lægri og einfaldari skatta á matvöru

Þegar búið er að afnema vörugjöld á matvæli og fella þau öll í sama virðisaukaskattsþrep vilja samtökin fimm svo í þriðja lagi að tekin verði ákvörðun um hversu mikið eigi að lækka lægra virðisaukaskattsþrepið, en til fróðleiks má nefna að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking lofuðu því fyrir síðustu kosningar að það færi í 7,0% á kjörtímabilinu.
Fimm samtök birtu auglýsingar í blöðum um síðustu helgi þar sem þau sögðust styðja áform stjórnvalda um að lækka skatta á matvæli.

Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök atvinnulífsins vildu með auglýsingunum koma á framfæri hvaða leið þau vildu fara til að ná þessu marki.

Öll matvara í sama VSK-þrepi og engin vörugjöld…
Í fyrsta lagi vilja samtökin að öll matvæli séu í lægra virðisaukaskattsþrepinu (14,0%), en nú eru ýmis matvæli, til dæmis ávaxtasafar, maltöl, kökur, ídýfur og súkkulaði í efra þrepinu (24,5%). Í öðru lagi vilja þau afnema vörugjöld af matvælum, en þau eru sérstakir neysluskattar sem flóknar og margbreytilegar reglur gilda um. Meðal þeirra matvæla sem vörugjöld eru lögð á eru te, kaffi, súpur, sultur, ávaxtasafar og gosdrykkir.

…og lægri virðisaukaskattur
Þegar búið er að afnema vörugjöld á matvæli og fella þau öll í sama virðisaukaskattsþrep vilja samtökin fimm svo í þriðja lagi að tekin verði ákvörðun um hversu mikið eigi að lækka lægra virðisaukaskattsþrepið, en til fróðleiks má nefna að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking lofuðu því fyrir síðustu kosningar að það færi í 7,0% á kjörtímabilinu.

Það kemur svo að lyktum fram í tilkynningu samtakanna að þessi leið hafi nýlega verið farin í Svíþjóð en þar eru jafnaðarmenn við stjórnartaumana.

Kakó út í heita og kalda mjólk
Í leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 20. apríl 2004 kemur eftirfarandi fram, sem segir kannski mörg orð um hversu kynlegar niðurstöður það getur leitt af sér að hafa svo flókið kerfi matarskatta sem raun ber vitni:

„Vatn á flöskum ber 24,5% virðisaukaskatt en sykraðir goslausir svaladrykkir 14%. Virðist lítið vit í því. Enn minni skynsemi virðist í að kakó, sem mælt er með að blandað sé út í heita mjólk sé skattlagt öðruvísi en kakó, sem mælt er með að blandað sé út í kalda mjólk. […] Meira að segja kartöflumús er mismunað, ef hún er í flögum ber hún engin aðflutningsgjöld en kartöflumús í dufti ber 14 króna kílógjald.“

Mest um vert að lækka skatta á matvöru
Það er skemmst frá því að segja að ég er sammála samtökunum fimm og vona að hugmyndir þeirra nái fram að ganga. Þær leiða enda til einfaldara skattkerfis og því vonandi til meira gagnsæis en minni skattsvika, kostnaðar og skriffinsku.
Mest er þó auðvitað um vert að lækka skatta á matvæli, enda kemur það hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand