Almennt velferðarkerfi – góð lífskjör

Þorsteinn Kristinsson telur að velferð hins almenna borgara sé best tryggð í almennu velferðarkerfi þar sem allir hafa sama aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu. Í slíkum samfélögum er mikill félagslegur hreyfanleiki, en það þýðir að fólk hefur meiri möguleika á að færast á milli stétta. Erlingur Þór Tryggvason skrifaði grein inn á heimasíðu Félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ nýlega þar sem hann gagnrýnir jafnaðarstefnuna mjög harkalega. Í grein sinni segir Erlingur meðal annars: „jafnaðarmenn telja að eina leiðin til jöfnuðar sé að allir hafi það jafn „skítt“ líkt og þekkist í kommúnistaríkjum heimsins.“ Gerir Erlingur engan greinarmun á jafnaðarmennsku og harðlínukommúnisma, eða hefur hann einfaldlega engin rök gegn þeirri stefnu sem við raunverulega stöndum fyrir?

Í grein sinni segir Erlingur ennfremur að almennt velferðarkerfi sé einfaldlega fásinna, velferð allra sé best tryggð með lágum sköttum og fullyrðir í lok greinarinnar að jöfnuður leiði einfaldlega til verri lífskjara. Þetta er bara kolrangt, lífskjör fólks eru best í þeim samfélögum þar sem sterk velferðarkerfi eru til staðar líkt og á Norðurlöndum. Ef Erlingur þarf að leita til illræmdra kommúnistaríkja til þess að gagnrýna vinstrimenn, sýnir það ekkert annað en rökþrot.

Það segir sig sjálft að velferð hins almenna borgara er best tryggð í almennu velferðarkerfi þar sem allir hafa sama aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu. Í slíkum samfélögum er mikill félagslegur hreyfanleiki, en það þýðir að fólk hefur meiri möguleika á að færast á milli stétta. Þannig á t.d. einstaklingur sem kemur úr efnalítilli fjölskyldu meiri möguleika á að mennta sig og nýta hæfileika sína til fulls, sjálfum sér og samfélaginu til góða, ef félagslegur hreyfanleiki er til staðar. Það er raunverulegt frelsi.

Í samfélagsgerð eins og Erlingur talar fyrir þar sem ríkið hjálpar eingöngu þröngum hópi fólks í stað þess að reka almennt velferðarkerfi fyrir alla, hefur það sýnt sig að félagslegur hreyfanleiki er lítill sem engin. Í slíkum samfélögum hefur fólk sem kemur úr lægri stéttum litla sem enga möguleika á að færast upp á við í samfélaginu og er fast í þeirri stétt sem það fæddist í vegna skorts á tækifærum. Þannig er nú réttlæti hægrimannsins.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand