Fólksflóttinn af landsbyggðinni er hvorki tískubylgja né tilviljun. Sem dæmi því til stuðnings má nefna að í upphafi síðustu aldar starfaði um 20% heildarstarfsafls í landinu við fiskveiðar og þá eru störf í fiskvinnslu ekki meðtalin. Í dag er þettta hlufall komið niður í um 5%. Á fyrri hluta síðustu aldar var hlutfall fiskveiða af landsframleiðslu í kringum 20-35% en er í dag undir 10%. Þó þessar tölur útskýri ekki allt þá gefa þær okkur hugmynd um þá þróun sem veldur áðurnefndum fólksflótta/flutningi. Sú spurning sem oft er beint til andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar er á þessa leið: „Ef ekki má virkja, hvernig á þá að fara að því að skapa atvinnu fyrir fólk á Austurlandi?” Hefði maður fyrir einhverjum árum síðan svarað spurningunni með því að stinga upp á að stofnað yrði fyrirtæki sem smíðaði slökkviliðsbíla hefði sá hinn sami eflaust verið talinn veruleikafirrtur á einhvern hátt. Að vísu eru stöðugildin við þessa framleiðslu ekki ýkja mörg, en þetta er aftur á móti gott dæmi um hvað er hægt að gera.
Tískubylgja?
Fólksflóttinn af landsbyggðinni er hvorki tískubylgja né tilviljun. Sem dæmi því til stuðnings má nefna að í upphafi síðustu aldar starfaði um 20% heildarstarfsafls í landinu við fiskveiðar og þá eru störf í fiskvinnslu ekki meðtalin. Í dag er þettta hlufall komið niður í um 5%. Á fyrri hluta síðustu aldar var hlutfall fiskveiða af landsframleiðslu í kringum 20-35% en er í dag undir 10%. Þó þessar tölur útskýri ekki allt þá gefa þær okkur hugmynd um þá þróun sem veldur áðurnefndum fólksflótta/flutningi.
Fólk ekki til í að vinna við hvað sem er
Í vestrænu nútímaþjóðfélagi er fólk almennt ekki tilbúið að vinna við hvað sem er. Í slíku þjóðfélagi hafa menn val. Ég persónulega tel það til dæmis ekki líklegt að unga fólkið sem flytur af Austurlandi til Reykjavíkur í háskólanám sé reiðubúið að flytja aftur heim í fjörð til að vinna í álveri.
Góðar samgöngur og öflugt félagslegt kerfi
Lausnin við að vinna bug á vandamálinu sem felst í atvinnuskorti og fólksflótta af landsbyggðinni felst ekki í að „redda” fólki vinnu. Með vænlegu viðskiptaumhverfi má auka möguleika fólks á landsbyggðinni á að skapa sér atvinnu sjálft. Bættar samgöngur og sterkt félagslegt kerfi eru svo grunnurinn að bættum búsetuskilyrðum þegar atvinnan sjálf er
undanskilin.