Kvenpólitísk framtíð

Í sumar var, og sendur raun enn, merkileg sýning í Bókhlöðu þjóðarinnar. Þessi sýning nefnist Íslenskar kvennahreyfingar. Þarna er farið yfir pólítíska sögu kvennahreyfinga og sigra í áralangri sögu þessara hreyfinga. Það er heilmikið sem maður getur lært á því að horfa á örfá skilti sem sína sögu þessa merku félaga. Þarna voru konur með hugsjón og löngun til að standa jafnfætis karlmönnunum í samfélaginu. Þær framkvæmdu til að færa okkur nær þessu takmarki sínu. Í dag er umræðan hávær um jafnrétti kynjanna. Merkilegt fólk frá útlöndum kemur og talar á virtum málþingum, heimarauðsokkur skrifa harðorða pistla á netið en hver fer með framkvæmdavaldið? Í sumar var, og sendur raun enn, merkileg sýning í Bókhlöðu þjóðarinnar. Þessi sýning nefnist Íslenskar kvennahreyfingar. Þarna er farið yfir pólítíska sögu kvennahreyfinga og sigra í áralangri sögu þessara hreyfinga. Það er heilmikið sem maður getur lært á því að horfa á örfá skilti sem sína sögu þessa merku félaga. Þarna voru konur með hugsjón og löngun til að standa jafnfætis karlmönnunum í samfélaginu. Þær framkvæmdu til að færa okkur nær þessu takmarki sínu. Í dag er umræðan hávær um jafnrétti kynjanna. Merkilegt fólk frá útlöndum kemur og talar á virtum málþingum, heimarauðsokkur skrifa harðorða pistla á netið en hver fer með framkvæmdavaldið?

Eins og oft þegar maður fer á svona sýningar sem sína manni það sem undan er gengið, fortíðina freistast maður til að halda að allt sé betra og öðruvísi en þá. Jafnframt telur maður víst að framundan séu betri dagara með fleiri konum í pólitískum valdastöðum sem og örðum valda stöðum. En hvernig lítur þessi kvenpólitíska framtíð út. Það kemur fram í kvenkynstímaritinu Orðlausu í frábærri grein Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur hvernig staðan er á uppeldisstöðvum stjórnmálamanna. Svo við lítum á unga fólkið í stjórnum menntaskólanna er aðeins um 22% stelpur. Ef við lítum svo til stúdentapólitíkurinnar eru um 53% konur í stjórnum þeirra 3 hreyfinga sem þar bítast um völdin. Þetta er gleðiefni útaf fyrir sig þar sem þarna er nálægt jafnt hlufall kynjanna. En ef við lítum á unghreyfingar stjórnmálaflokkanna eru þar stjórnendur upp til hópa karlmenn og einnig í eru þeir í meirihluta. Svo sem í SUS þar sem í forsvari eru 83 drengir og 17 stúlkur. SUS-verjar sjá þó ekki ástæðu til að breyta þessu og leggja bara jafnréttisnefndina niður í skjóli þessara talna.

En þá er komið að því sem er svo erfitt eftir feitt sumar, með rjómaís og rólegheitum. Það er að stíga á vigtina og horfa á staðreyndirnar um sjálfan sig. Við ungu jafnaðarmennirnir erum með 73 drengi og 27 stúlkur sem svara fyrir okkur. En í staðinn fyrir að stinga höfðinu í sandinn eins og þeir heima á Dalli horfðumst við í augun við þessar tölur og gerum endurbætur á, því það gera jafnaðarmenn. Við ættum öll sem eitt að leggja okkur fram við að breyta þessum tölum. Fá okkar hóp til að endurspegla samfélagið sem inniheldur aðrar tölur varðani kynjahlutfallið en þessar sem við sjáum á vigtinni.

Til þess að svara spurningunni sem ég varpaði fram hér í byrjun er ég búin að finna valdhafa framkvæmdanna. Hann er ótrúlega skammt undan og býr í hvejum og einum en ekki síður í samstöðu okkar. Við getum breytt þessum því ég vil ómögulega horfa á þessi kynjahlutföll langt fram eftir aldri. Þessu er okkar að breyta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand