Hún er búin að vera stórmerkileg, atburðarásin í tenglsum við kaup Símans á 25% hlut í Skjá einum. Sú staðreynd að í dag eru að koma í ljós þrjár ríkissjónvarpsrásir á markaðnum og forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru kampakátir með það er stórmerkileg í ljósi þess að þessi flokkur hefur löngum viljað einkavinavæða Ríkissjónvarpið en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Hún er búin að vera stórmerkileg, atburðarásin í tenglsum við kaup Símans á 25% hlut í Skjá einum. Sú staðreynd að í dag eru að koma í ljós þrjár ríkissjónvarpsrásir á markaðnum og forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru kampakátir með það er stórmerkileg í ljósi þess að þessi flokkur hefur löngum viljað einkavinavæða Ríkissjónvarpið en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er.
Án vitneskju?
Viðbrögð leiðtoga stærri stjórnarflokksins eru einnig merkileg, þeir segjast ekki hafa haft neinar spurnir af málunum og ekkert vitað. Það er athyglistvert að ríkisfyrirtæki, sem heyrir undir ríkið og ráðherra, skuli taka þá ákvörðun að fara inn á samkeppnismarkað á þann hátt sem raunin er án nokkurrar vitneskju ráðherra né annarra ráðamanna í ráðuneytum, heldur hafi þetta verið upp á einsdæmi ráðamanna Símans. Að kaupa 25% hlut í einkafyrirtæki og þannig beinlínis vera að láta ríkisfyrirtæki kaupa sjónvarpsstöð úr beinni samkeppni við Ríkissjónvarpið er nokkuð sem maður hefði talið þessa herra vera mótfallna. Síminn á nú þegar breiðbandið og með þessum hlut eru eins og áður sagði komnar fram þrjár ríkisrásir, sem verður að teljast ótrúlega vel af sér vikið í ekki stærri markaði en þeim íslenska.
Af hverju heyrist ekkert frá stuttbuxnadeildinni?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur málað sig sem flokkur einkaframtaks og traustir stuðningsmenn atvinnulífsins og nýsköpunar. Því hlýtur það að vera merkilegt að flokkurinn skuli styðja þessar gjörðir Símans í algjörri blindni, ungir sjálfstæðismenn hafa básúnað einkarekstur og einkavæðingu og því hlýtur þessi ákvörðun Símans að vera andstæð hugmyndafræði þeirra en ekki hefur maður heyrt mikið frá þeim um málið, kannski einfaldlega svo herrarnir í flokknum séu ekki styggðir.