Landsbyggðarvælið í kellingunum!

Málefni landsbyggðarinnar hafa alltaf vakið hressandi umræðu meðal fólks og þá sérstaklega þeirra sem þola ekki landsbyggðarpot, -fólk, -göng og -barlóm. Þetta fólk býr iðullega í borg óttans – eins og við landsbyggðarfólkið köllum höfuðborgina – og drekkur sitt kínverska te á hip og kúl kaffihúsum. Ég kem frá Suðurnesjunum sem er ýmist litið á sem höfuðborgarsvæði eða sem landsbyggð. Þegar ég var inni á þingi einn daginn þá kom ég með fyrirspurn til hæstvirts iðnaðarráðherra um endurskoðun byggðaáætlunar með áherslu á atvinnuuppbyggingu á svæðinu og í raun var svar hennar: ,,Óþarfi að endurskoða, Suðurnesin í miklum blóma vegna nálægðar við borg óttans og þið eigið von á stálpípugerð”. Við bíðum enn eftir þessari stálpípugerð og þurfum líklegast að bíða eitthvað lengur þar sem árið 2003 var ákveðið að ,,flýta” fyrir framkvæmdum og hefja störf í stálpípugerðinni á fyrsta ársfjórðungi 2005. Flestir bókhaldarar eru sammála mér að fyrsti ársfjórðungur er að renna sitt skeið og ekki sjáum við enn til glampandi strompa eða heyrum í iðnum höndum hamra stálið. Sem skiptir varla miklu máli þar sem á Suðurnesjunum fæst ekki fólk til að vinna í stálpípugerð eða virkjun Norðuráls. Í dag eru 270 manns atvinnulausir á Suðurnesjum: 89 karlar og 181 kona. Allar þessar byggingarframkvæmdir eru ekki að skila atvinnu til kvenna og fyrir vikið er stór hluti atvinnulausra á Suðurnesjum konur. Atvinnuleysi
Málefni landsbyggðarinnar hafa alltaf vakið hressandi umræðu meðal fólks og þá sérstaklega þeirra sem þola ekki landsbyggðarpot, -fólk, -göng og -barlóm. Þetta fólk býr iðullega í borg óttans – eins og við landsbyggðarfólkið köllum höfuðborgina – og drekkur sitt kínverska te á hip og kúl kaffihúsum. Ég kem frá Suðurnesjunum sem er ýmist litið á sem höfuðborgarsvæði eða sem landsbyggð. Þegar ég var inni á þingi einn daginn þá kom ég með fyrirspurn til hæstvirts iðnaðarráðherra um endurskoðun byggðaáætlunar með áherslu á atvinnuuppbyggingu á svæðinu og í raun var svar hennar: ,,Óþarfi að endurskoða, Suðurnesin í miklum blóma vegna nálægðar við borg óttans og þið eigið von á stálpípugerð”. Við bíðum enn eftir þessari stálpípugerð og þurfum líklegast að bíða eitthvað lengur þar sem árið 2003 var ákveðið að ,,flýta” fyrir framkvæmdum og hefja störf í stálpípugerðinni á fyrsta ársfjórðungi 2005. Flestir bókhaldarar eru sammála mér að fyrsti ársfjórðungur er að renna sitt skeið og ekki sjáum við enn til glampandi strompa eða heyrum í iðnum höndum hamra stálið. Sem skiptir varla miklu máli þar sem á Suðurnesjunum fæst ekki fólk til að vinna í stálpípugerð eða virkjun Norðuráls. Í dag eru 270 manns atvinnulausir á Suðurnesjum: 89 karlar og 181 kona. Allar þessar byggingarframkvæmdir eru ekki að skila atvinnu til kvenna og fyrir vikið er stór hluti atvinnulausra á Suðurnesjum konur.

Öryggisleysi
Það er ekki bara atvinnuleysið sem hrjáir Suðurnesjakonuna heldur er það öryggisleysi líka og á allt öðrum vígvelli en á atvinnumarkaðnum, að þessu sinni á fæðingardeildinni. Sem betur fer er það þó þannig að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig en þó eru það einhverjar sem þurfa að fara í borg óttans til að ljúka fæðingunni komi upp einhver vandkvæði. Skurðstofan er bara opin 8-16 virka daga og svo tvo sólarhringa í miðri viku. Ég sem heilbrigðisstarfsmaður hef aldrei rekið augu í neina skýrslu sem sýnir að konur á Suðurnesjum fæði á þessum tilteknum tímum. Geri kona þau mistök að fara af stað á óhentugum tíma eru miklar líkur á að hún þurfi að fara til höfuðborgarinnar (borg óttans) þar sem ekki er hægt að gera mikið á sjúkrahúsi með lokaða skurðdeild, á síðasta ári þurftu 10 konur að fara beint í bráðakeisara í bæinn og ekki eru þá taldar með þær konur sem fara í Reykjavík en enda í eðlilegri fæðingu. Tökum hér eitt raundæmi. Kona missir vatnið og er komin niður á sjúkrahús um 1, kl. 1:52 er hún í mónitor (sírita) og þar sést að barnið er í vandræðum og kallað er á sjúkrabíl, kl. 2:36 hefur hún fætt andvana barn á Landspítalanum við Hringbraut. Það er nefnilega þannig að hver mínúta skiptir máli. Á 44 mínútum hefur hún glatað því dýrmætasta sem hún hafði mikið fyrir að eignast, það má nefna það að hún var gengin átta og hálfan mánuð. Þeir sem vilja vita hvernig konu líður sem hefur gengið í gegnum þetta kíkið inn hér.

Falsleysi
Í hreinskilni sagt þá langar mig að búa fjarri borg óttans og mig langar að hafa atvinnu. Og mig langar að geta orðið ólétt og geta átt barnið mitt fyrir sunnan. Mig langar líka að einhver annar geti orðið hreinskilinn og sagt hvernig hlutirnir verða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra veitti til að mynda ekki nógu góð svör – kannski af því mér líkar þau ekki?- þegar málefni heilbrigðisstofnunarinnar voru tekin fyrir í utandagskráumræðu á hinu háa Alþingi allra Íslendinga. Hann segir að við búum svo STUTT frá borg óttans. Ein helstu rökin fyrir því að innanlandsflugið sé ekki flutt til Suðurnesja eru þau að svo LANGT sé til borg óttans?!?! Ég óttast þessa sömu hringavitleysu og voru að finna í svari iðnaðarráðherra á sínum tíma. Við erum svo nálægt að við þurfum ekki neitt. Þannig að ég vil segja við þær konur sem hafa hugsað sér að flytja til Suðurnesja: Velkomnar í Leysisbæ. Og slagorðið gæti verið: Hér ertu atvinnulaus og öryggislaus en hey… það er stutt til Reykjavíkur….

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand