Síðasti mánuður fer væntanlega í sögubækurnar fyrir einn af betri karmellu dreifingarmánuðum ársins. Sturla kom sá og sigraði fyrir norðan með göngum fyrir 1300 hræður og svo reyndi framsókn að yfirtaka RÚV. Er það eðlilegt að stjórnmálaflokkur geti útdeilt karmellum handa flokksgæðingum innan RÚV eins og ætlunin var ef marka má það sem fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga. Eftir svona skemmtilegan mánuð fer maður því að hugsa: Hvert er eiginlega hlutverk stjórnmálamanna? Er það að útdeila karmellum handa flokksgæðingum og karmellu-framkvæmdum í sínu kjördæmi? Það er því spurning, er þetta eiginlegt hlutverk stjórnmálamanna og þarf maður því að deila leigubíl með einhverjum verðandi ráðherrum til að eiga möguleikann á fyrirgreiðslum frá ríkinu á komandi árum, svona ef maður skyldi nú ekki ,,meika það sjálfur´´? Síðasti mánuður fer væntanlega í sögubækurnar fyrir einn af betri karmellu dreifingarmánuðum ársins. Sturla kom sá og sigraði fyrir norðan með göngum fyrir 1300 hræður og svo reyndi framsókn að yfirtaka RÚV. Er það eðlilegt að stjórnmálaflokkur geti útdeilt karmellum handa flokksgæðingum innan RÚV eins og ætlunin var ef marka má það sem fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga. Eftir svona skemmtilegan mánuð fer maður því að hugsa: Hvert er eiginlega hlutverk stjórnmálamanna? Er það að útdeila karmellum handa flokksgæðingum og karmellu-framkvæmdum í sínu kjördæmi. Það er því spurning: Er þetta eiginlegt hlutverk stjórnmálamanna og þarf maður því að deila leigubíl með einhverjum verðandi ráðherrum til að eiga möguleikann á fyrirgreiðslum frá ríkinu á komandi árum, svona ef maður skyldi nú ekki ,,meika það sjálfur´´?
Þegar maður les stefnuskrá ungra fulltrúa frelsisins á þingi verður maður svo enn meira hissa: Missa fulltrúar frelsisins alla hugsjón við dyrnar á þingi eða er stefnan bara góð í orði en ekki á borði? Af hverju er ekki löngu búið að einkavæða RÚV eftir fjöldamörg ár í stjórn menningarmála landsins, er það kannski allt landbúnaðarflokknum að kenna? Maður skilur svo sem í raun stefnu framsóknar, þeir kunna ekkert annað en að útdeila karmellum. Flokkur sem heldur dauðahaldi í landbúnaðinn sem virðist að mestu leyti lifa á fyrirgreiðslum ríkisins.
Þær lausnir sem ég hinsvegar sé á þessum málum eru þær að landið verði eitt kjördæmi, eins og reyndar UJ hefur barist fyrir í allnokkurn tíma. Þá fyrst hættir kjördæmapotið og við förum að hugsa hvort framkvæmdirnar séu skynsamlegar eða ekki. Framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng eiga þeir notendur sem nota þau að greiða fyrir sjálfir með veggjöldum eða öðrum leiðum. Ég greiði fyrir mína notkun á mínum þjóðvegi sem er Herjólfur og sé ekkert athugavert við það, það eiga hinsvegar aðrir einnig að gera í sértækum lausnum í samgöngumálum. Ef borgarbúar vilja vera fljótari uppí sumarbústað frá miðborginni um Sundabraut eiga þeir einfaldlega að greiða fyrir það sjálfir. Einkavæðum svo sem flestar ríkisstofnanir svo við þurfum ekki að upplifa þessa hörmung sem hefur verið í kringum RÚV síðust vikur.