Forkosningar Demókrata

Í nótt koma svo niðurstöður sem munu skera nokkuð úr um það hverjir það eru sem eiga raunverulegann möguleika á útnefningu Demókrata. Kosið er í sjö ríkjum og 269 kjörmenn eru í húfi. Ljóst þykir að Joe Lieberman, Wesley Clark og John Edwards munu þurfa umtalsvert fylgi til að von þeirra um að verða útnefndir lifi. – Segir Tómas Kristjánsson Greinin birtist áður sem aðsend grein

3. febrúar. Nú þegar forkosningar Demókratafloksins í Bandaríkjunum eru komnar af stað hefur hinn frjálslyndi John Kerry forystu. Hann hefur sigrað í þeim tveimur ríkjum sem kosið hefur verið í. Hins vegar eru hluti kjörmanna ákveðinn af forystumönnum Demókrata í hverju ríki fyrir sig og þegar þessir kjörmenn eru teknir með er það Dean Howard sem leiðir. Í nótt koma svo niðurstöður sem munu skera nokkuð úr um það hverjir það eru sem eiga raunverulegann möguleika á útnefningu Demókrata. Kosið er í sjö ríkjum og 269 kjörmenn eru í húfi. Ljóst þykir að Joe Lieberman, Wesley Clark og John Edwards munu þurfa umtalsvert fylgi til að von þeirra um að verða útnefndir lifi. En ég ætla aðeins að fara yfir þessi sjö ríki sem kosið er í og skoða hvað það er sem sérkennir hvert um sig.

Arizona
Kjörmenn í húfi – 55
Spænskumælandi íbúar Arizona fer ört fjölgandi og eru orðnir 25% af atkvæðisbærum mönnum í ríkinu. Mikill meirihluti þeirra studdi Al Gore í kosningunum 2000 en Bush vann þó fylkið. Mjög mikilvægt er talið fyrir þann frambjóðanda sem Demókratar útnefna að ná til spænskumælandi íbúa og Afrísk-Amerískra kjósenda þar sem Bush er óvinsæll í þeim hópum. Stærsta dagblað Arizona ”The Arizona Republic” lýsti yfir stuðningi við Joe Lieberman sem er mjög sorglegt þar sem hann er einn íhaldssamasti frambjóðandi Demókrata.

Delaware
Kjörmenn í húfi – 15
Þrátt fyrir að vera lítið ríki með fáa kjörmenn hefur það alltaf boðað gott að sigra í þessu ríki. Á síðustu 50 árum, að tveimur kosningum undanskildum, hefur sá sem sigrar forkosningarnar hér hlotið útnefningu Demókrata. Íbúar ríkisins eru meðal þeirra elstu í Bandaríkjunum og talið er að um 40% af þeim sem nýta sér atkvæðisrétt sinn séu eldri en 60 ára.

Missouri
Kjörmenn í húfi – 74
Af þeim sjö ríkjum sem kosið er í dag hefur Missouri flesta kjörmenn og getur þar af leiðandi orðið mjög mikilvægt fyrir þann sem í því vinnur. Richard Gephart átti sigurinn vísann í Missouri en eftir lélegan árangur í Iowa dró hann framboð sitt til baka og er nú talið að nánast hver sem er geti unnið. Í Missouri virðast vera enn betri spámenn en í Delaware því á 20. öldinni völdu íbúar Missouri alltaf þann frambjóðanda sem útnefndur var að einu skipti undanskildu.

New Mexico
Kjörmenn í húfi – 26
Stórt hlutfall kjósenda eru spænskumælandi eða 32% árið 2000. Sú tala hefur farið hækkandi ár frá ári. Al Gore gjörsigraði forkosningarnar í New Mexcio og einnig í kosningunum á móti Bush þannig að þetta er eitt af þeim ríkjum sem talin eru tilheyra Demókrötum. Sigur hérna ætti að tryggja nokkuð öruggt ríki ef sá hinn sami verður útnefndur. Tiltölulega hátt hlutfall fátækra kjósenda býr í New Mexico 31% kjósenda þénuðu minna en 30.000$ árlega (175.000kr á mánuði, fyrir skatt) á meðan 23% af Bandaríkjunum þénuðu undir 30.000$. Þetta var árið 2000 og Bush er búinn að tryggja að atvinnuleysi hefur aukist verulega og efnahagur heimilanna er í molum þannig að ástandið er enn verra núna.

North Dakota
Kjörmenn í húfi – 14
North Dakota hefur aldrei reynst Demókrötum vel. Aðeins einu sinni hefur frambjóðandi Demókrata unnið frambjóðanda Repúblikana á síðustu 60 árum. Með það í huga og lítinn fjölda kjörmanna hafa frambjóðendur ekki lagt sig mikið fram við að safna atkvæðum hér. Í North Dakota eru opnar forkosningar og hver sá sem segist hafa búið í North Dakota í 30 daga eða meira má kjósa. Athygli vekur að þrátt fyrir að þetta ríki sé talið gegnumsýrt Repúblikanaríki eru allir neðrideildar þingmenn ríkisins Demókratar!

Oklahoma
Kjörmenn í húfi – 40
Annað ríki sem er mjög hlynnt Repúblikönum. Aðeins einusinni á síðustu 56 árum hafa íbúar Oklahoma kosið frambjóðanda Demókrata í forsetakosningum. Frambjóðendur Demókrata í forvalinu leggja þó nokkra áherlu á að ná til kjósenda hér vegna fjölda kjörmanna. 29% hvítra kjósenda skilgreina sig sem trúar-hægri sinna. Semsagt öfgafulla hægrimenn. En þetta ríki er ekki laust við pólitískar þversagnir, nýverið kusu íbúar Oklahoma ríkisstjóra og kom sá ágæti maður úr röðum Demókrata.

South Carolina
Kjörmenn í húfi – 45
John Edward hefur lýst því yfr að hann verði að sigra hér til að eiga möguleika á að halda framboði sínu áfram. Afrísk-Amerískir kjósendur eru um 29.5% af kjósendum og er þetta því fyrsta ríkið sem mun sýna fram á stuðning Afrísk-Amerískra kjósenda. Enn eitt ríkið sem kýs að jafnaði Repúblikana sem forseta. Aðeins einu sinni á síðustu 40 árum hefur Demókrati unnið hér.

Línur ættu að fara að skýrast
Ljóst er að minni spámenn í hópi frambjóðenda munu að öllum líkindum fara að detta út og línur ættu líka að skýrast í toppbaráttunni. Líklegt er talið að John Kerry og Dean Howard muni skilja hina frambjóðendurna eftir. En á milli þeirra er erfitt að spá til um hvor verði í forystu eftir nóttina.

Tómas Kristjánsson, nemi í MH

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand