Lagabreytingartillögur fyrir landsþing 2020

Eftirfarandi lagabreytingartillögur liggja fyrir landsþingi Ungra jafnaðarmanna árið 2020:

TILLAGA 1

Flutningsmenn: Inger Erla Thomsen og Sigurður Ingi R Guðmundsson

Núverandi greinBreytingartillaga
I. Nafn og varnarþing 1. grein Nafn samtakanna er Ungir jafnaðarmenn og eru samtökin ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.

I. Nafn, tungumál og varnarþing 1. grein Nafn samtakanna er Ungir jafnaðarmenn og eru samtökin ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Opinber tungumál Ungra jafnaðarmanna eru íslenska og enska. Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.

 TILLAGA 2

Flutningsmaður: Agnes Rún Gylfadóttir

Núverandi greinBreytingartillaga
1. grein Nafn samtakanna er Ungir jafnaðarmenn og eru samtökin ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.

1. grein Nafn samtakanna er Ungir jafnaðarmenn Ungt Jafnaðarfólk og eru samtökin ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.
Núverandi greinBreytingartillaga
15. grein
Forseta skal kjósa á reglulegu landsþingi til tveggja ára í senn.Í framkvæmdastjórn eiga sæti sex meðstjórnendur auk forseta. Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa þrjá meðstjórnendur í framkvæmdastjórn til tveggja ára í senn. Hafi meðstjórnandi sem þá var á fyrra starfsári sínu í framkvæmdastjórn látið af embætti á tímabilinu og varamaður tekið sæti hans, skal kosið í það embætti á næsta reglulega landsþingi, og skal sá meðstjórnandi aðeins vera kjörinn til eins árs.Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa framhaldsskólafulltrúa til eins árs í senn.Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa tólf miðstjórnarfulltrúa. Auk þeirra skulu kjörnir varamenn. Þeir skulu vera að lágmarki fjórir en að hámarki sex. Þá skulu einnig kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga.

15. grein
Forseta skal kjósa á reglulegu landsþingi til tveggja ára í senn.Í framkvæmdastjórn eiga sæti sex meðstjórnendur auk forseta. Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa þrjá meðstjórnendur í framkvæmdastjórn til tveggja ára í senn. Hafi meðstjórnandi sem þá var á fyrra starfsári sínu í framkvæmdastjórn látið af embætti á tímabilinu og varamaður varastjórnandi/varafulltrúi tekið sæti hans, skal kosið í það embætti á næsta reglulega landsþingi, og skal sá meðstjórnandi aðeins vera kjörinn til eins árs.Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa framhaldsskólafulltrúa til eins árs í senn.Á hverju reglulegu landsþingi skal kjósa tólf miðstjórnarfulltrúa. Auk þeirra skulu kjörnir varamenn varastjórnendur/varafulltrúar. Þeir skulu vera að lágmarki fjórir en að hámarki sex. Þá skulu einnig kjörnir tveir skoðunarmenn skoðunaraðilar reikninga.
Núverandi greinBreytingartillaga
17. grein
Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna fer með æðsta vald samtakanna milli landsþinga.Í miðstjórn eiga sæti allir fulltrúar í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna og tólf miðstjórnarfulltrúar kosnir á landsþingi. Að auki hafa fulla aðild að miðstjórn allir formenn aðildarfélaga Ungra jafnaðarmanna Varamenn taka sæti á miðstjórnarfundum í forföllum kjörinna aðalmanna. Atkvæðafjöldi á landsþingi ræður því í hvaða röð varamenntaka sæti í stjórn. Hafi varamenn verið sjálfkjörnir skal dregið um það á fyrsta fundi nýrrar miðstjórnar í hvaða röð varamenn taka sæti á fundum miðstjórnar. Miðstjórn ber ábyrgð á ályktunum félagsins, málefnastarfi þeirra milli landsþinga hefur eftirlit með störfum framkvæmdastjórnar. Miðstjórn getur falið framkvæmdastjórn að sinna þeim verkefnum sem talin eru nauðsynleg hverju sinni.
17. Grein
Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna fer með æðsta vald samtakanna milli landsþinga.Í miðstjórn eiga sæti allir fulltrúar í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna og tólf miðstjórnarfulltrúar kosnir á landsþingi. Að auki hafa fulla aðild að miðstjórn allir formenn aðildarfélaga Ungra jafnaðarmanna
Varamenn Varafulltrúar taka sæti á miðstjórnarfundum í forföllum kjörinna  aðalmanna aðalfulltrúa. Atkvæðafjöldi á landsþingi ræður því í hvaða röð  varamenn varafulltrúar taka sæti í stjórn. Hafi  varamenn varafulltrúar verið sjálfkjörnir skal dregið um það á fyrsta fundi nýrrar miðstjórnar í hvaða röð  varamenn varafulltrúar taka sæti á fundum miðstjórnar.
Miðstjórn ber ábyrgð á ályktunum félagsins, málefnastarfi þeirra milli landsþinga hefur eftirlit með störfum framkvæmdastjórnar. Miðstjórn getur falið framkvæmdastjórn að sinna þeim verkefnum sem talin eru nauðsynleg hverju sinni.
Núverandi greinBreytingartillaga
19. grein Framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur samtakanna, annast tengsl við aðildarfélög, vinnur að eflingu starfsins um land allt og ber ábyrgð á þeim verkefnum sem einstökum fulltrúum framkvæmdarstjórnar er falið að sinna. Framkvæmdarstjórn skal einnig sinna þeim verkefnum sem henni eru falin af miðstjórn.Í framkvæmdastjórn eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur og framhaldsskólafulltrúi. Á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar eftir reglulegt landsþing skiptir stjórnin með sér verkum. Framkvæmdastjórn skal að minnsta kosti skipta með sér eftirfarandi embættum: varaformaður, ritari og gjaldkeri Formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni. Á fyrsta fundi miðstjórnar eftir reglulegt landsþing skulu kjörnir fjórir varamenn framkvæmdastjórnar úr hópi þeirra tólf fulltrúa sem kosnir voru á landsþingi. Varamenn þessir skulu taka sæti á framkvæmdastjórnarfundum í forföllum kjörinna aðalmanna. Atkvæðafjöldi á fyrsta fundi miðstjórnar ræður því í hvaða röð varamenn taka sæti í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á verkum sínum gagnvart miðstjórn og skal lúta eftirliti miðstjórnar með störfum sínum.  19. grein
Framkvæmdastjórn sér um daglegan rekstur samtakanna, annast tengsl við aðildarfélög, vinnur að eflingu starfsins um land allt og ber ábyrgð á þeim verkefnum sem einstökum fulltrúum framkvæmdarstjórnar er falið að sinna. Framkvæmdarstjórn skal einnig sinna þeim verkefnum sem henni eru falin af miðstjórn.Í framkvæmdastjórn eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur og framhaldsskólafulltrúi. Á fyrsta fundi framkvæmdastjórnar eftir reglulegt landsþing skiptir stjórnin með sér verkum. Framkvæmdastjórn skal að minnsta kosti skipta með sér eftirfarandi embættum: varaformaður, ritari og gjaldkeri Formaður og varaformaður skulu ekki vera af sama kyni.Á fyrsta fundi miðstjórnar eftir reglulegt landsþing skulu kjörnir fjórir varamenn varafulltrúar framkvæmdastjórnar úr hópi þeirra tólf fulltrúa sem kosnir voru á landsþingi. Varamenn varafulltrúar þessir skulu taka sæti á framkvæmdastjórnarfundum í forföllum kjörinna aðalmanna aðalfulltrúa. Atkvæðafjöldi á fyrsta fundi miðstjórnar ræður því í hvaða röð varamenn varafulltrúar taka sæti í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á verkum sínum gagnvart miðstjórn og skal lúta eftirliti miðstjórnar með störfum sínum.

TILLAGA 3

Flutningsmaður: Ragna Sigurðardóttir

Núverandi greinBreytingartillaga
4. Grein
Aðild að samtökunum geta átt öll félög og málefnahópar ungs fólks á aldrinum 16 – 35 ára sem vilja vinna að framgangi félagshyggju og jafnaðarstefnu og gangast undir lög þessi.Þau félög eða málefnahópar sem óska þess að gerast aðilar skulu senda inn inntökubeiðni sem skulu fylgja afrit af lögum og félagaskrá. Landsþing skal taka afstöðu til inntökubeiðni og samþykkja hana eða hafna.Til að félög eða málefnahópar fái inngöngu í Unga jafnaðarmenn þarf tvo þriðju hluta atkvæða á landsþingi. Meðan beðið er úrskurðar landsþings um inntökubeiðni félags getur framkvæmdastjórn samþykkt, með einföldum meirihluta, að veita félaginu aukaaðild fram að landsþingi. Félagsmenn hins nýja félags geta þá starfað innan samtakanna en hafa ekki atkvæðisrétt á landsþingi nema landsþing samþykki inngöngubeiðni félagsins, sbr. 12. gr

4. grein Aðild að samtökunum geta átt allir einstaklingar, öll félög og málefnahópar ungs fólks á aldrinum 16 – 35 ára sem skráðir eru í Samfylkinguna, vilja vinna að framgangi félagshyggju og jafnaðarstefnu og gangast undir lög þessi.Þau félög eða málefnahópar sem óska þess að gerast aðilar skulu senda inn inntökubeiðni sem skulu fylgja afrit af lögum og félagaskrá. Landsþing skal taka afstöðu til inntökubeiðni og samþykkja hana eða hafna.Til að félög eða málefnahópar fái inngöngu í Unga jafnaðarmenn þarf tvo þriðju hluta atkvæða á landsþingi. Meðan beðið er úrskurðar landsþings um inntökubeiðni félags getur framkvæmdastjórn samþykkt, með einföldum meirihluta, að veita félaginu aukaaðild fram að landsþingi. Félagsmenn hins nýja félags geta þá starfað innan samtakanna en hafa ekki atkvæðisrétt á landsþingi nema landsþing samþykki inngöngubeiðni félagsins, sbr. 12. gr

TILLAGA 4

Flutningsmenn: Framkvæmdarstjórn

Núverandi greinBreytingartillaga
14. Grein Úrslitum mála á landsþingi ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Framkvæmdastjórn skipar 2-4 einstaklinga í kjörstjórn sem sér um kosningarnar á landsþingi. Framboð skulu hafa borist kjörstjórn fyrir hádegi á fyrsta þingdegi landsþings nema annað sé auglýst. Framboðsfrestur til stjórnar skal þó aldrei renna út fyrr en fimm dögum fyrir landsþing.Komi ekki fram fleiri framboð en kjósa þarf til teljast viðkomandi sjálfkjörin til starfa. Við kosningar eru þeir réttkjörnir sem flest atkvæði fá. Verði atkvæði jöfn í framboðskosningum þá ræður hlutkesti. Þó skal formaður vera kosinn með meira en helming greiddra atkvæða. Hljóti enginn slíkan atkvæðafjölda við formannskosningu skal kosið á ný milli tveggja efstu frambjóðanda. Auðir seðlar teljast greidd atkvæði. Kosningar í embætti á landsþingi skulu vera leynilegar. Í miðstjórn og framkvæmdastjórn skal hlutfall kvenna ekki vera undir 40%. 

14. Grein Úrslitum mála á landsþingi ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Framkvæmdastjórn skipar 2-4 einstaklinga í kjörstjórn sem sér um kosningarnar á landsþingi minnst 2 vikum fyrir landsþing. Kjörstjórn skal sjá um undirbúning og framkvæmd kosninga á landsþingi. Framboð skulu hafa borist kjörstjórn fyrir hádegi á fyrsta þingdegi landsþings nema annað sé auglýst. Framboðsfrestur til stjórnar skal þó aldrei renna út fyrr en fimm dögum fyrir landsþing.Komi ekki fram fleiri framboð en kjósa þarf til teljast viðkomandi sjálfkjörin til starfa. Við kosningar eru þeir réttkjörnir sem flest atkvæði fá. Verði atkvæði jöfn í framboðskosningum þá ræður hlutkesti. Þó skal formaður vera kosinn með meira en helming greiddra atkvæða. Hljóti enginn slíkan atkvæðafjölda við formannskosningu skal kosið á ný milli tveggja efstu frambjóðanda. Auðir seðlar teljast greidd atkvæði. Kosningar í embætti á landsþingi skulu vera leynilegar. Í miðstjórn og framkvæmdastjórn skal hlutfall kvenna ekki vera undir 40%. 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand