Dýraverndunarmál

Vistun á óskila köttum, hér á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið í höndum Kattholts sem rekið er af Kattavinafélagi Íslands en ekki eru allir sammála um hver eigi að bera kostnað af slíkum málum og neita um helmingur sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu að borga fyrir vistunina. Rætt hefur verið um að setja á skráningarskildu á ketti en þá er spurning um hver á að sjá um það, aðgengi að skránni, afskráningu, kostnað og margt annað. Vegna umræðunnar undanfarnar vikur þá ákvað ég að kynna mér dýraverndunarmál.

Komst ég fljótlega að því að fjölmargir aðilar sjá um þessi mál s.s. umhverfisráðuneytið og stofnanir undir því, sveitafélög og ýmis félagasamtök. En ekki virðast þessir aðilar vinna mikið saman og víða eru þessi mál í ólestri.

Megin niðurstaða mín er að það virðist engin vita hver ber ábyrgð á þessum málum eða hver viðbrögð eigi að vera þegar mál sem snerta dýravernd koma upp.

Dýraverndarlög
Til eru lög um dýravernd og kemur fram í þeim að þau heyri undir Umhverfisráðherra.

Í lögunum segir einnig hverjir eiga að vera til ráðgjafar varðandi dýraverndunarmál og eru það aðeins fjórir aðilar: Bændasamtök Íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag, Dýralæknafélag Íslands og Samband dýraverndunarfélaga Íslands. Ekki er talað við fagfélög s.s. Kattavinafélag Íslands eða aðra aðila sem eiga að hafa eftirlit með þeim eða framfylgja þessum lögum.

Aðgerðir lögreglu
Lögreglan virðist heldur ekki hafa mikin áhuga á þessum málum. Kona ein tilkynnti lögreglu um að stór hundur væri að hlaupa um á Miklubrautinni og gæti valdið slysum. Svar lögreglunnar í þessu tilfelli var að hún hefði annað betra að gera en að eltast við einhverja hunda.

Í dýraverndunarlögum segir að tilkynna eigi lögreglu um svona mál en ekkert um það hvort eða hvernig lögreglan skuli bregðast við.

Þetta er eitthvað sem verður að skýra.

Óskilakettir
Vistun á óskila köttum, hér á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið í höndum Kattholts sem rekið er af Kattavinafélagi Íslands en ekki eru allir sammála um hver eigi að bera kostnað af slíkum málum og neita um helmingur sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu að borga fyrir vistunina.

Merkingar á köttum eru ekki í nógu góðum málum. Þeir eru þó flest dýrin með ól en það vill gleymast að merkja ólarnar með nafni, heimilisfangi og síma eiganda. Svo er líka hægt að láta eyrnamerkja ketti en svo virðist að skrá með eyrnamerkjum sé ekki aðgegnileg þeim aðilum sem þurfa að komast í hana.

Rætt hefur verið um að setja á skráningarskildu á ketti en þá er spurning um hver á að sjá um það, aðgengi að skránni, afskráningu, kostnað og margt annað.

Dýrahald í atvinnuskyni
Ég fann eina reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni og brá mér svolítið þegar ég las að ef þú ert með þrjú dýr af sömu tegund sem eru yfir þriggja mánaða gömul þá telst það vera dýrahald í atvinnuskyni og þarf að fá leyfi fyrir því hjá lögreglu.

Þetta finnst mér svolítið furðulegar reglur og ólíklegt að ætlast sé til þess að ég sæki um leyfi fyrir gullfiskana mína fjóra og að ég þurfi að fylla inn dagbók um hvernig þeim líður frá degi til dags.

Það þarf að lagfæra þessar reglur svo að þær séu í takt við almennt gæludýrahald.

Næstu skref
Væri ekki rétt að skella saman einum vinnuhópi og leyfa öllum sem koma að þessum málum að taka þátt í að mynda nýja stefnu, reglur og lög um þessi mál?

Það sem ég vildi sjá er eitthvað svipað því sem maður sér í sjónvarpinu erlendis frá: dýraverndarlöggur, dýraverndarhús sem tekur á móti tilkynningum frá almenningi, gefur upplýsingar hefur einhverskonar yfirumsjón um aðgerðir, eitthvað sem neyðarlínan getur gefið fólki samband við þegar það hringir þangað með áhyggjur. Svo væri gott að sjá meira fræðslustarf s.s. námskeið fyrir börn og fullorðna um hvernig eigi að hugsa um og umgangast dýr, kostnað við það að eiga gæludýr og viðbrögð við slysum og hættum.

Það er komin tími til að endurskoða öll þessi mál rækilega og í heild sinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand