Jafnréttismál og Hæstiréttur í hugarheimi ráðherra

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með farsanum í kringum Björn Bjarnason við skipun Ólafs Barkar í embætti hæstaréttardómara svo ekki sé minnst á viðbrögð hans við úrskurði jafnréttisnefndar þar sem jafnréttisnefnd gagnrýnir að Hjördís Hákonardóttir hafi ekki orðið fyrir valinu sem hæstaréttardómari í stað Ólafs Barkar þar sem hún hafi verið mun hæfari til þess

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með farsanum í kringum Björn Bjarnason við skipun Ólafs Barkar í embætti hæstaréttardómara svo ekki sé minnst á viðbrögð hans við úrskurði jafnréttisnefndar þar sem jafnréttisnefnd gagnrýnir að Hjördís Hákonardóttir hafi ekki orðið fyrir valinu sem hæstaréttardómari í stað Ólafs Barkar þar sem hún hafi verið mun hæfari til þess. Dóms- og kirkjumálaráðherra segir þetta sýna svart á hvítu að jafnréttislögin eru barn síns tíma og hreinlega úrelt í hinu jafna og sanngjarna íslenska samfélagi þar sem jöfnuður og samlyndi ræður ríkjum.

Hentistefna minnihlutans
Sú ákvörðun að taka ekki mark á tillögum Hæstaréttar um hver væri hæfastur til að taka þar sæti sýndi svart á hvítu þá hentistefnu sem ræður ríkjum í musteri hins réttsýna dómsmálaráðherra. Framganga Björns í þessu máli hlýtur að vekja efasemdir um raunverulegan tilgang skipunar Ólafs Barkar í embættið, vangaveltur um pólitíska skipan hljóta að koma upp í hugann. Eiríkur Tómasson og Ragnar H. Hall hafa mun víðtækari reynslu og menntun, sem víkur að lokum fyrir prófi Ólafs Barkar í Evrópurétti – kannski er þetta merki um að ríkisstjórnin sé farin að taka Evrópuumræðuna alvarlega og er það þá mikið gleðiefni. Einnig er orðið klárt að jafnréttisnefnd er orðin barn síns tíma og ætti að víkja frá þeirri stefnu að hafa jafnréttislög þar sem allir eru jafnir og eiga jafna möguleika á því að komast áfram í þjóðfélaginu. Hjördís Hákonardóttir ætti ekki að brýna upp raust sína þar sem hún var meðhöndluð á sanngjarnan og viðurkenndan hátt af hendi dómsmálaráðherra sem beitti réttsýnisgleraugunum þegar hann skipaði hinn nýja og langhæfasta manninn í starf hæstaréttardómara.

Þrískipting ríkisvaldsins orðin tóm?
Það er orðið mjög vafasamt þegar handhafar æðsta dómsvalds landsins eru valdir á hátt sem engin fordæmi eru fyrir, rökin eru hjákátleg og reyndar svo yfirborðskennd að það er grátbroslegt. Vitibornar skýringar eru engar, enda er það fyrirfram vitað að ástæðan að baki niðurstöðu Björns eru allt aðrar en eðlilegar. Það hlýtur að vera krafa þjóðfélagsins að aðferðin að baki ráðningu Hæstaréttardómara verði breytt. Hún verði færð úr pólitískum farvegi dómsmálaráðherra yfir í lýðræðislegri farveg Alþingis, þar sem hið raunverulega kjör í embætti Hæstaréttardómara væri framkvæmt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand