Kynin verða að deila völdum og kjörum

Baráttunni fyrir jöfnum réttindum kvenna og karla er ekki lokið. Femínistar hafa hrundið af stað þriðju bylgju sinnar baráttu hér á Íslandi og við sem teljumst ekki til feminísta en erum samt áfram um jafnréttismál höldum enn vöku okkar. Jafnréttisbaráttan er átak. En átak sem ég trúi að muni einhvern tíma sjá fyrir endann á. Hér er um að ræða grundvallar mannréttindi. Það er ekki óeðlilegt að ætla að í siðuðu samfélagi eins og okkar verði á endanum hægt að leggja af slíka baráttu. Að jafnrétti verði hið eðlilega ástand. Það er auðvitað einnig brýnt að þær sértæku aðgerðir sem gripið hefur verið til standi ekki of lengi. Við verðum að vona að jákvæð mismunun kvenna og sérstakur stuðningur við þær verði óþarfur og verði aflagður um leið og jafnvægi er náð. Baráttunni fyrir jöfnum réttindum kvenna og karla er ekki lokið. Femínistar hafa hrundið af stað þriðju bylgju sinnar baráttu hér á Íslandi og við sem teljumst ekki til feminísta en erum samt áfram um jafnréttismál höldum enn vöku okkar. Jafnréttisbaráttan er átak. En átak sem ég trúi að muni einhvern tíma sjá fyrir endann á. Hér er um að ræða grundvallar mannréttindi. Það er ekki óeðlilegt að ætla að í siðuðu samfélagi eins og okkar verði á endanum hægt að leggja af slíka baráttu. Að jafnrétti verði hið eðlilega ástand. Það er auðvitað einnig brýnt að þær sértæku aðgerðir sem gripið hefur verið til standi ekki of lengi. Við verðum að vona að jákvæð mismunun kvenna og sérstakur stuðningur við þær verði óþarfur og verði aflagður um leið og jafnvægi er náð.

Feminísminn eilífur?
Það er hins vegar spurning hvort femínisminn verði nokkurn tíma úreltur. Því miður er ég ekki eins bjartsýnn fyrir hönd kvenna þegar kemur að baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun. Allt of víða eru konur fórnarlömb ofbeldis og/eða niðurlægingar. Og hvað varðar mansal og rétt manna til að kaupa sér vændisþjónustu þá vil ég ítreka að manneskjan er ekki söluvara. Líkaminn er það vissulega í sumum tilfellum. En ekki sálin. Hún lýtur ekki lögmálum markaðarins. Menn geta hæðst að forsjárhyggju og þóst vera raunsæir í svartsýni sinni á framgang lagasetningar en þessi staðreynd stendur eftir óhögguð. Og okkur væri að mínu mati hollara að skera aðeins niður háðið og taka náungakærleikann meira inn í umræðuna um mansal og vændi og lögmæti kaupa á manneskjum.

Jafna verður hlutfallið í stjórnmálum
Konur og karlar eru jafn hæf til að stjórna. Þau eru jafn vel af guði gerð og það er okkur öllum til hagsbóta að okkar kjörnu fulltrúar endurspegli rétta samsetningu þjóðarinnar. Hlutföll kynjanna meðal íbúa þessa lands eiga að vera hlutföll þess á Alþingi, í ríkisstjórn og í öllum helstu embættum. Ekkert má vera undanskilið.

Alvarlegustu mannréttindabrotin á Íslandi?
Vinna kvenna er víða metin til allt að fjórðungi lægri launa en vinna karlmanna. Það eru engin eðlileg rök fyrir þessum mun. Hann er óásættanlegur. Launamunur kynjanna er þegar allt kemur til alls eitt það mest óþólandi órættlæti sem við búum við í dag. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að í nútíma samfélagi fólks sem er bæði upplýst og sanngjarnt að konum séu greidd lægri laun fyrir sömu vinnu. Það er hlutskipti sem, eins og Samfylkingin sagði í kosningabaráttunni, engir feður geta sætt sig við fyrir dætur sínar.

Ekki allir eins – En eigi sama séns
Við, Ungir jafnaðarmenn og annað fólk í Samfylkingunni, viljum ekki að allir séu jafnir á þá lund að allir séu eins. Við viljum hins vegar, og það er sjálfsagt réttlætismál, að allir hafa jöfn tækifæri. Þannig er afstaða okkar líka gagnvart jafnrétti kynjanna. Við viljum ekki eyða ólíkri menningu kynjanna eða afmá öll merki um kynhlutverk. Kynin eru að mörgu leyti ólík og hneigjast til mismunandi áhugamála. Við viljum aðeins að kynin hafi jöfn tækifæri. Við þurfum ekki að ná fram helmingaskiptum í hópi þeirra sem þreyta meirapróf eða þeirra sem lýsa knattspyrnuleikjum. Við viljum aðeins að tækifærin til að stunda þessi svið og önnur séu til staðar fyrir alla. Að allir, sama hvers kyns þeir eru, séu metnir á sama grundvelli þegar kemur að starfskjörum.

Það er skylda hvers sanngjarns manns að taka þátt í að eyða því meini sem er launamunur kynjanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand