Erfðafjárskattur að syngja sitt síðasta?

Erfðafjárskattur hefur löngum verið innheimtur hér á landi. Hefur skatturinn verið þrepaskiptur og mishár eftir því hversu skyldir erfingjarnir hafa verið hinum látna. Hæst hefur prósentan sem þarf að greiða verið 45%. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árin 2003 og 2004 er gert ráð fyrir því að skatturinn skili 800 milljónum króna í ríkissjóð eða um 0,3% af tekjum hans. Erfðafjárskattur hefur löngum verið innheimtur hér á landi. Hefur skatturinn verið þrepaskiptur og mishár eftir því hversu skyldir erfingjarnir hafa verið hinum látna. Hæst hefur prósentan sem þarf að greiða verið 45%. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árin 2003 og 2004 er gert ráð fyrir því að skatturinn skili 800 milljónum króna í ríkissjóð eða um 0,3% af tekjum hans.

Skatturinn lækkar verulega
Samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er lagt til í meginatriðum að niðjar látins manns þurfi að greiða 5% erfðafjárskatt en aðrir 10%. Þaraðauki á fyrsta milljónin sem hver fær að vera skattfrjáls. Það er því ljóst að skatturinn lækkar verulega frá því sem nú er, verði frumvarpið að lögum.

Að óbreyttu má búast við því að tekjur ríkissjóðs af skattinum minnki með hinu nýja fyrirkomulagi. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir 3-400 milljóna króna tekjuminnkun en vel má vera að tekjutapið verði minna vegna þess hversu mikill undandráttur hefur verið frá skattinum. Slík undanskot ættu að minnka töluvert með svona miklu lægri skattprósentu.

Ástæða til að fagna
Fagna ber þessu framtaki ríkisstjórnarinnar svo langt sem það nær enda er erfðafjárskattur ósanngjarn í hæsta máta. Þannig má nefna að allir þeir fjármunir sem mynda skattstofn erfðafjárskatts hafa verið skattlagðir áður – jafnvel mörgum sinnum. Til dæmis í formi launaskatta, fjármagnstekjuskatta og eignarskatta. Einnig ber að tiltaka hversu miklum vandkvæðum skattgreiðslan getur valdið fólki. Ef einhver fær til dæmis fasteign eða fyrirtæki í arf gæti sá og hinn sami neyðst til að selja fasteignina eða fyrirtækið til þess eins að borga erfðafjárskattinn. Að minnsta kosti gæti viðkomandi neyðst til að taka lán til að fjármagna skattgreiðslurnar Þaraðauki lít ég almennt á foreldra og niðja þeirra sem eina heild í þessum efnum og finnst að ríkið eigi ekki að skattleggja fjármunatilfærslu milli þeirra, sé hún í formi gjafa, styrkja eða arfs.

Niðurfelling á leiðinni?
Því vona ég að þess verði ekki langt að bíða að frumvarp komi fram á Alþingi um afnám erfðafjárskatts með öllu. Það myndi fá stuðning minn óskiptan.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið