Hvenær er kærleikurinn mestur?

Allir hafa skoðanir og allir vilja vita hvað er best. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá gallana hjá hvert öðru okkur eða hvað er að í þjóðfélaginu. Það er kannski þess vegna sem ekki eru gerðar kröfur um sérstakar menntunar til að gerast alþingismaður. Hver sem er getur kvartað og flest gerum við allt of mikið af því. Við mætum saman í boð og tölum um það sem er að, hittumst á kaffihúsum, stofnum ungmennahreyfingar, hringjum í þjóðarsálina eða arftaka hennar og svo skrifum við greinar í massavís. Hvað er það sem þarf til þess að sjá kostina þrátt fyrir gallana. Að geta elska óvininn eða andstæðinginn. Allir hafa skoðanir og allir vilja vita hvað er best. Það þarf ekki sérfræðing til að sjá gallana hjá hvert öðru okkur eða hvað er að í þjóðfélaginu. Það er kannski þess vegna sem ekki eru gerðar kröfur um sérstakar menntunar til að gerast alþingismaður. Hver sem er getur kvartað og flest gerum við allt of mikið af því. Við mætum saman í boð og tölum um það sem er að, hittumst á kaffihúsum, stofnum ungmennahreyfingar, hringjum í þjóðarsálina eða arftaka hennar og svo skrifum við greinar í massavís. Hvað er það sem þarf til þess að sjá kostina þrátt fyrir gallana. Að geta elska óvininn eða andstæðinginn. Hvað þarf til þess að Davíð bjóði Ingibjörgu í mat með fjölskyldunni á sunnudegi?

Hvernig væri þjóðin okkar ef við öll sæjum jafn oft kostina og gallana?
Hvað er það sem íslenska þjóðin virkilega þarf? Þurfum við lægri eða hærri skólagjöld? Þurfa konur betra tækifæri til að geta verið heima með börnunum eða þurfa þær hærri laun? Er það aðskilnaður ríkis og kirkju það sem reddar málunum eða meiri peningar? Við hækkum raddir okkar og eyðum þreki til að berjast fyrir málefnum sem þessum en mun það bjarga krökkunum sem eru að sprauta sig núna eða stelpunni sem er að íhuga sjálfsmorð?

Hvar er lífshamingjuna að finna?
Ég velti fyrir mér hvort ég sé hamingjusamari eftir stúdentspróf eða verð ég það eftir B.A. – eða er hamingjuna kannski ekki að finna fyrr en eftir doktorsgráðuna? Hvar er hamingjan eiginlega og hversvegana er hún svona vandfundin. Hvernig stendur á því að við erum ekki öll fullkomlega sátt við lífið nákvæmlega eins og það er akkúrat núna? Vissulega gleðst ég yfir stúdentsprófinu, en líklega er sú gleði ekki varanleg. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni setja húfuna upp eftir 10 ár og upplifa sömu tilfinningu og á stúdentsdaginn og alla dagana þar á milli. Ég mun alltaf þurfa meira. Er þessi varanlega lífhamingja til? Sú sátt sem varir dag frá degi og er ekki keypt eða unnin með okkar eigin verkum, hún hreinlega er. Ef hún er til, ættum við þá ekki að reisa raddir okkar og eyða þreki okkar í að kynna hana?

Þegar allt breyttist
Slík stund er til þegar allt breyttist. Ég hef alltaf verið með sterka réttlætiskennd ef svo má að orði komast. Sem lítil hnáta barðist ég fyrir því að fullorðnir myndu kjósa rétt og það átti einnig ekki að rífast. Þegar ég var á gelgjunni náði uppreisnin mér og ég fór að berjast gegn öllu sem ég taldi óréttlát sem því miður var ekki alltaf byggt á miklum rökum sökum hormóna sem rugluðu rökhugsunina. Þú veist, af því bara! Þegar sú veilan rann af mér fékk ég bakteríuna um að bjarga heiminum og byrjaði hjá Jafningjafræðslunni og mjakaði mér síðan út í pólítíkina. Ég sá aldrei framúrskarandi árangur. Fjölskyldur voru ennþá sundraðar, fólk var en þá að sprauta sig með eiturlyfjum, sjálfsmorðum fjölgar með hverju árinu. Ekkert virðist batna og ég náði ekki að bjarga mörgum. Ég varð einn daginn leið á kvartinu og að vita alltaf hvað er að og hvað þarf að laga en úrræðin ávallt jafn takmörkuð. Ég varð líka leið á gáfum og getu fólks til að lesa ógreni af bókum og vita allt. Það var þreytandi til lengdar að vera alltaf að bæta við listann af bókum sem ég yrði að lesa, fræðum sem ég yrði að kunna, mönnum sem ég yrði að læra um, kenningum sem ég gæti hreinlega ekki komist af nema að kunna skil á. Mig langaði í eitthvað bitastæðara og varanlegra. Ég fann það sem ég var að leita að þegar ég fann þann kraft sem gæti fengið Davíð til að bjóða Ingibjörgu í matarboð á sunnudegi og þau hefðu gaman af. Ég fann óslitin kærleika.

En hvar?
Af einhverri ástæðu varð fólk á vegi mínu sem höfðu öll eitt sameiginlegt. Augun þeirra ljómuðu eins og þau væru yfir sig ástfangin. Þau voru þó ekki öll í sambandi og þegar ég spurði hvað þau hvað gerði það að verkum að þau ljómuðu svona svöruðu þau öll eins. Þau trúðu á Jesú Krist. Ég hef allaf verið forvitin og ekki til í að láta gott tækifæri renna mér úr greipum svo ég fór að kynna mér málið betur. Hvaðan kom þetta kristna fólk. Úpps, það var þá sem versnaði í málunum sum þeirra voru nefnilega í þessum skrítnu Hvítasunnukirkjum. Ég vil heldur ekki vera þekkt fyrir að vera með fordóma og dæma eitthvað sem ég ekki þekki svo ég lét það ekki stoppa mig. Þau voru skrítin en ekki eins og ég hélt. Þau voru svona súper glatt fólk. Ég sannfærðist endalega um verslunarmannahelgina um að þarna var fólk á ferð sem hefði eitthvað sem gat virkilega breytt lífi fólks til hins betra.. Ég fór í Kirkjulækjakot. Þar voru saman komin um þrjú þúsund manns, flesta allt fjölskyldur. Ósundraðar hamingjusamar fjölskyldur. Þarna brostu allir bæði daginn út og inn, engin var að öskra eða rífast. Þarna var fólk óvenju hjálpsamt og hvert barnið á fætur öðru geislaði af gleði sem sagði, hér er gott að vera. Ég gat ekki annað en hugsað, bara ef þjóðfélagið væri allt svona. Þetta var stundin sem allt breyttist.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið