UJH boða til opins fundar á Súfistanum miðvikudagskvöldið 7. mars nk. kl. 20. Meðal frummælenda verða Helgi Gunnlaugsson prófessor við HÍ og Svala Ólafsdóttir prófessor við HR. Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði boða til opins fundar á Súfistanum miðvikudagskvöldið 7. mars næstkomandi kl. 20:00. Rætt verður um refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum og fyrirbyggjandi úrræði.
Frummælendur verða:
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvestur-kjördæmi.
Svala Ólafsdóttir prófessor í refsirétti við Háskólann í Reykjavík.
Að erindum frummælenda loknum verða pallborðsumræður og opnað fyrir spurningar úr sal.
____________
MÍR.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði