[Ályktanir] aðalfundur UJM

Aðalfundur UJM var haldinn nýverið og á fundinum voru samþykktar ályktanir sem snéru m.a. að ólýðræðislegum og ófaglegum vinnubrögðum VG og D-lista við fyrirhugaða lagningu tengibrautar við Álafosskvos.
Ályktanir frá aðalfundi Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ 22. febrúar, 2007.

Gjaldfrjáls leikskóli
Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ harmar að meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ, hafi fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, um að setja gjaldfrjálsan leikskóla í 3ja ára áætlun bæjarins.

Ólýðræðisleg og ófagleg vinnubrögð
Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ mótmælir harðlega þeim ólýðræðislegu og ófaglegu vinnubrögðum sem meirihluti VG- og D-lista hafa sýnt við fyrirhugaða lagningu tengibrautar við Álafosskvos í Helgafellslandi. Aðalfundurinn vekur sérstaka athygli á óskiljanlegum sinnaskiptum fulltrúa VG í bæjarstjórn hvað þetta mál varðar.

Ánægja með menningarmiðstöð
Ungir jafnaðarmenn í Mosfellsbæ lýsir yfir mikilli ánægju með nýopnaða menningarmiðstöð Bólsins fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ, þar sem ungt fólk getur komið saman, spilað tónlist og stundað listsköpun af ýmsum toga. En þó er bent á að enn vanti samkomustað og fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára.

Löggæsla
Ungir jafnaðarmenn í Mosfellsbæ lýsir yfir miklum áhyggjum af því áhugaleysi sem embætti Lögreglu höfuðborgarsvæðisins sýnir á löggæslu hér í bæ, og virðist halda að lögbrjótar séu í hvítflibbavinnu við brot sín á skrifstofutíma í Mosfellsbæ. Viljum við því beina þeim tilmælum til Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og bæjaryfirvalda, að ráðin verði bót á löggæslu tafarlaust hér í bæ og að lögregla verði sýnileg allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand