Samfylkingin stendur fyrir tveimur viðburðum um helgina. Annars vegar sýningu á Óskarsverðlaunamynd Al Gores, An Inconvenient Truth, í Háskólabíó kl. 14.00 á sunnudag. Ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir. Hins vegar opinn fund um Fagra Ísland – loftslagsmálin, á laugardag. Sérstakur gestur verður Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samfylkingin býður til sýningar á magnaðri heimildarmynd Al Gores, An Inconvenient Truth, í Háskólabíó kl. 14.00 á sunnudag. Ókeypis inn á meðan húsrúm leyfir. Myndin hlaut á dögunum Óskarsverðlaun í flokki heimildarmynda.
Loftslagsmál eru einhver brýnustu umhverfismál samtímans. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu og tillögur að lausnum í umhverfismálum undir heitinu Fagra Ísland og loftslagsmál eru mikilvægur hluti af þeirri stefnumótun.
Til að kjósendur geti kynnt sér málið bjóðum við upp á tvo viðburði nú um helgina: Annars vegar áðurnefnda bíósýningu á sunnudag og hins vegar opinn fund um Fagra Ísland – loftslagsmálin, á morgun, laugardaginn 3.mars.
Ásta R. Jóhannesdóttir og Mörður Árnason ásamt sérstökum gesti, Árna Finnssyni formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, flytja framsögur um loftslagsbreytingarnar, framlag Íslendinga, ógnir og tækifæri. Umræður í kjölfarið.
Fundurinn hefst kl. 11 í fyrramálið í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1. Fundarstjóri verður Sólveig Arnarsdóttir leikkona.