Flokkurinn sem ég þekki

bjorgvin

LEIÐARI Jæja. Það kom að því að Samfylkingin tekur þá forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu sem við höfðum öll veri ð að bíða eftir. Björgvin G. axlar pólitíska ábyrgð og fer –  og ekki öskrandi og sparkandi eins og þeir fáu ráðherrar sem hafa sagt af sér í sögu lýðveldisins.

bjorgvin

LEIÐARI Jæja. Það kom að því að Samfylkingin tekur þá forystu í ríkisstjórnarsamstarfinu sem við höfðum öll veri ð að bíða eftir. Björgvin G. axlar pólitíska ábyrgð og fer –  og ekki öskrandi og sparkandi eins og þeir fáu ráðherrar sem hafa sagt af sér í sögu lýðveldisins. Flott hjá honum og löngu tímabært. Sama má segja um ákvörðunina um stjórnendur Fjármálaeftirlitsins.

Á sama tíma hefur annað forystufólk okkar, loksins talað skýrt um sjálfsagðar kröfur af hálfu Samfylkingarinnar í stjórnarsamstarfinu. Við erum búin að fá kosningar í gegn. Og nú stendur upp á Sjálfstæðisflokkinn að taka til sín megin. Það kemur ekki til greina að stjórnendur Seðlabankans sitji áfram með Davíð Oddsson fremstan í flokki. Heldur ekki að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitji sem fastast.

Ef ekki verður skipt út þessum vanhæfu Sjálfstæðismönnum, blasir við að Samfylkingin á að mynda nýja stjórn fram að kosningum ásamt VG og Framsókn. Þriggja flokka stjórn með meirihluta á þingi frekar en minnihlutastjórn.  Stjórn sem lætur breyta stjórnarskrá svo hægt verði að leyfa fólki að kjósa um ESB-aðild. UJ hefur áður sagt að enginn lýðræðislegur flokkur geti verið á móti því núna að leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning.

Jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkur sæi sér ekki annað fært en gera þessar breytingar, styð ég myndun nýrrar félagshyggjustjórnar fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann á ekkert erindi og mýtan um að traust efnahagsstjórn sé bundin við hann, er ósönn.

Miðstjórn UJ hefur tekið þá stefnu að svo eigi að mynda stjórn með VG eftir kosningar undir kjörorðunum Jafna Ísland í stað Nýja Ísland. Hugmyndina átti að ég held Katrín Oddsdóttir á Jafnréttisþingi um daginn og hún fangar það sem nú þarf að gera: Vinda ofan af misskiptingarþróun seinustu ára, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera ábygð á.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand