Kostir og gallar Kerry-Clinton (Hillary) framboðs

Í kosningarvél Kerry er hópur sem leitar að og skoðar ýmsa möguleika á varaforsetaefnum fyrir Kerry. Nýverið var hópurinn spurður hvort hannn væri að skoða Hillary Clinton sem mögulegt varaforsetaefni og gat hópurinn ekki neitað því. Þetta hefur komið af stað umræðu um það hverjir væru kostir og gallar þess ef þau byðu sig fram gegn Bush-Cheney. – Segir Tómas Kristjánsson Greinin birtist áður sem aðsend greinÍ kosningarvél Kerry er hópur sem leitar að og skoðar ýmsa möguleika á varaforsetaefnum fyrir Kerry. Nýverið var hópurinn spurður hvort hannn væri að skoða Hillary Clinton sem mögulegt varaforsetaefni og gat hópurinn ekki neitað því. Þetta hefur komið af stað umræðu um það hverjir væru kostir og gallar þess ef þau byðu sig fram gegn Bush-Cheney.

Fyrsta spurningin hlýtur að vera hvort hún vilji yfir höfuð vera varaforsetaefni. Þrátt fyrir ýtrekaðar yfirlýsingar hennar um að hún ætli sér ekkert annað en að ljúka kjörtímabili sýnu sem öldungardeildarþingmaður sem lýkur 2006, þá er spurning hvort pólitískur metnaður hennar breytist ef hún sér fram á að hún og Kerry gætu unnið Bush.

Ef Kerry vinnur kosningarnar eftir 7 mánuði og Clinton verður varaforsetaefni hans er ljóst að forseta hugleiðingar hennar yrðu væntanlega settar á bið í 8 ár ef við gefum okkur það að Kerry myndi sækjast eftir endurkjöri 2008. Þegar Clinton gæti svo boðið sig fram sem forseti, árið 2012, væri hún 65 ára.

Vill ekki vera hafnað
Kerry mun ekki vilja láta það líta út fyrir að hann hafi beðið Clinton að vera varaforsetaefni sitt og hún hafi hafnað honum. Þannig að ef Kerry telur Clinton ekki vænlegt varaforsetaefni þá má búast við afdráttarlausum yfirlýsingum þess efnis mjög fljótlega. Ef það dregst að gefa út yfirlýsingar eða að þær eru loðnar og óljósar er ljóst að Clinton hefur ekki neitað neinu og Kerry sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram með hana sem varaforsetaefni.

Af hverju ætti Kerry ekki að velja Clinton? Það fyrsta sem gæti fælt Kerry frá því að velja Clinton er gríðarleg frægð hennar. Þessi frægð gæti verið yfirþyrmandi og kæft Kerry og stefnu hans. Hvort sem þú elskar eða hatar Clinton er ljóst að hún og maður hennar eru einu núverandi ,,stórstjörnur” Demókrata. Þau geta alltaf laðað að fjölmiðla og til merkis um frægð hennar er hún eina persónan þekkt með skýrnarnafni sínu í öldungardeildinni.

Afar vinsæl sem og óvinsæl
Annar ókostur er að Clinton er ein af mest umdeildu stjórnmála mönnum landsins (minnir óneytanlega á Ingibjörgu Sólrún). Skoðanakannanir sýna hana alltaf mjög háa jafnt á vinsældar og óvinsældar könnunum. Án nokkurar fyrirhafnar tekst henni ávallt að koma af stað heitum deilum um skoðanir sínar og ummæli. Oft virðist hún jafnvel gera í því að fá andstæðinga sína enn frekar upp á móti sér.

Nýlega hrærði upp í andstæðingum sínum og jafnvel stuðingsmönnum líka með ummælum sem virtust vera hliðholl Saddam Hussein og meðferð hans á konum. Hún varaði við því þann 25. febrúar, að bráðabyrgða stjórn Íraka, studd af Bandaríkjastjórn hefði nýlega hafið aðgerðir til að taka til baka réttindi kvenna sem Saddam Hussein hafði komið á. Þetta er að sjálfsögðu afar viðkvæmt mál og gæti setið í kjósendum þar sem Saddam Hussein er ekki vinsælasti maðurinn í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Að lokum einn mögulegur ókostur er Bill Clinton. Bill ber á herðum sér meira umtal en nánast nokkur annar Bandaríkjamaður. Ef hægt er að tala um nokkuð sem ofmikið umtal væri það í hans tilviki. Með Clintonhjónin í slagtogi er hættan alltaf sú að athyglin dreifist frá framboði Kerry og hans skoðunum og málefnum og fari að snúast um Clinton hjónin.

Peningar skipta miklu máli
Af hverju ætti Kerry að velja Clinton? Ein ástæðan eru peningar. Clinton hjónin eru gríðarlega vel smurðar fjáröflunarvélar og geta komið af stað góðu flæði peninga inn í kosningasjóð Kerry. Hillary safnaði til að mynda 30 milljónum Bandaríkja dala í kosningasjóð sinn sem öldungardeildarþingmaður og hefur nú þegar fengið 4 milljónir dala í endurkjörssjóð sinn þrátt fyrir að tvö ár séu í kosningarnar.

Kerry á við gríðarleg peningavandamál að stríða. Vandamál í þeim skilningi að kosningasjóður hans er minna en 10% af kosningasjóði Bush. Kerry þarf minst 75 milljón dala núna strax til að Bush sé aðeins að safna helmingi meira en hann. Þetta gríðarlega fjárhagslega forskot er kosningavél Bush þegar farin að nýta sér og er hafin auglýsingaherferð sem mun standa í 7 mánuði. Innan skamms munu beinar árásir á Kerry blandast í þessa herferð og Kerry þarf því að hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að svara þeim árásum.

Clinton hefur gríðarlegt aðdráttarafl á hverskonar samkomur og fjáröflunar uppákomur. Yfirleitt fyllist allt ef fréttist af því að hún verði viðstödd einhverja slíka samkomu. Af þeim varaforsetaefnum sem nú eru í umræðunni hefur hún ein það sem þarf til að hjálpa Kerry að safna þeim ótrúlegu fjármunum sem hann þarf á að halda.

Hillary feikilega vinsæl meðal almennra félaga
Gríðarlegar vinsældir hennar á meðal flokksbundinna Demókrata eru ótrúlegar. Þótt Kerry hafi tryggt sér útnefningu Demókrata á nokkuð auðveldann hátt hafa verið efasemdaraddir sem segja að hann hafi verið skársti kosturinn af tiltölulega veikum hópi frambjóðenda. Þeir segja að Demókratar séu ákafir í að koma Bush frá en að hinn almenni flokksmaður sé ekki enn farinn að standa 100% við bakið á Kerry.

Ef Clinton verður varaforsetaefni Kerry tryggir hann sér aukinn stuðning Demókrata sem er nauðsynlegur fyrir hina löngu baráttu framundan. Hann gæti þá einbeitt sér að því að sannfæra kjósendur sem eru á báðum áttum um það hvort koma þurfi Bush frá völdum.

Jafnvel þótt Clinton mælist oft há á óvinsældar könnunum er hún vinsælli en óvinir hennar vilja eða þora að viðurkenna. Í Gallup könnun í desember kom fram að hún er mest dáða kona Bandaríkjanna. Vinsælli en bæði Oprah Winfrey (sem nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum) og Laura Bush, núverandi forsetafrú.

Sterk í varnar- og öryggismálum
Clinton gæti reynst góður stuðningur við Kerry í varnar og öryggismálum. Jafnvel öldungardeildarþingmenn Repúblikana hafa hrósað henni fyrir mikla vinnu hennar í málefnum sem varða öryggis og varnarmál. Síðasta haust fór hún í ferð til Afganistan og Írak sem vakti gríðarlega athygli og hlaut mikla umfjöllun. Bush tókst á engann hátt að skyggja á þessa ferð hennar, jafnvel þótt hann væri í Bagdad á sama tíma.

Sem þingmaður New York ríkis, ríkisins sem varð fyrir 11. september árásunum, getur Clinton verið jafningi Bush í umræðum um þau mál. Bush hefur reynt að nota þessar árásir á móti Kerry en með Clinton í slagtogi geta þau svarað þessum árásum á mun beitri hátt. Hún hefur verið dugleg við að gagnrýna Bush fyrir aðgerðir sínar fyrir og eftir 11. september.

Kemur þeim saman?
Stærsta spurningin um mögulegt framboð þeirra er það hvernig þeim kemur saman. Lítið er vitað um samband Kerry við Clinton hjónin og hvaða álit þau hafa hvert á öðru. Þau sýndu engann áberandi áhuga á framboði hans og þegar seint og um síðir hún lýsti yfir stuðningi við framboðið þann 2. mars var það ekki gert við hátíðlega athöfn eins og venjan er heldur gerði hún það í viðtali við japanska sjónvarpsmenn. ,,Þetta verður ár, að ég held John Kerrys, sem verður væntanlega forsetaefni okkar. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa honum að vinna kosningarnar. Þannig að ég vona að við höfum Demókrata í Hvítahúsinu á næsta ári”. Þetta er nokkuð bein þýðing á orðum hennar við japanska sjónvarpsfólkið.

Ef það er svona sem hún mun tala velji hann hana sem varaforsetaefni ætti hann kannski að leita á önnur mið.

Tómas Kristjánsson, nemi í MH

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand