Jafnrétti

Málið er samt það, að nú hefur þessi krafa verið sett fram og ekki nokkur leið að hverfa aftur til liðinna tíma. Konum hefur verið hleypt út á engi eins og kálfum að vori og þær ætla sér ekki inn í fjós aftur. Mér finnst gott og blessað að í Svíþjóð séu konur 45% þingmanna – en á meðan hlutverk þeirra er að vera ungar og sætar og almenningur kýs þær vegna þessara eiginleika, finnst mér langur vegur enn að jafnréttinu. Á vefsíðu Morgunblaðsins í gær var vitnað í grein úr sænsku blaði. Í blaðinu kom fram að samkvæmt könnun á vegum þess telja 6 af hverjum 10 sænskum þingkonum sig vera beittar kynjamisrétti í starfi, sem birtist einkum í því að þær komist ekki í valdahlutverk og njóti ekki sömu virðingar og karlmenn. Konurnar tala um karlaveldi sem eigi sér djúpar rætur og erfitt sé að uppræta. Þess má geta að á sænska þinginu sitja 158 konur af 349 þingmönnum alls. Hlutfall kvenna er semsagt mjög hátt og á yfirborðinu virðist allt með felldu – jafnréttinu náð (hvað sem það nú þýðir…). En það sem kom út úr könnun blaðsins segir aðra sögu, nefnilega söguna af árangurslítilli leit manna að einhverju sem hægt er að kalla jafnrétti.

Sigurður Kári er svo sætur þegar hann reiðist
Og svo ég haldi áfram að vitna í Morgunblaðið: ein sænsku þingkvennanna var kölluð ,, ný ung viðbót” þegar hún settist á þing og var sagt um hana að ,,hún yrði svo sæt þegar hún reiddist”. Eins og hennar tilgangur væri að vera augnayndi – skrautfjöður í hatt flokksbræðranna. Ég sé seint fyrir mér eitthvað þvílíkt sagt um ungan karlmann á þingi (sjáiði ekki Ingibjörgu Sólrúnu í anda segja það í viðtali að það væri svo gaman að hafa Sigurð Kára á þingi því að hann verði svo sætur þegar hann reiðist!). Nei, ungu þingmennirnir færa nýjan kraft inn á þing, eru upprennandi forsætisráðherrar, miklir menn og pólitíkusar, óskabörn þjóðarinnar. Þeir eru karlmenn í karlmannastarfi. En hvað með allar þingkonurnar? Þær eru margar hverjar valdamiklar og njóta virðingar ekkert síður en karlmenn – þær eru ráðherrar, formenn, talsmenn, efstar á lista, jafnvel forsætisráðherrar. Stórar, miklar konur með krafta í kögglum. Er það ekki vísbending um jafnrétti?

Er staða konunnar heima á bak við eldavélina?
Æ, ég veit það ekki. Mér finnst eins og samfélagið sé ekki ennþá alveg sannfært um að konur eigi eitthvað að vera að standa í þessu og hvort krafa þeirra um jafnrétti á valda- og stjórnunarsviðinu sé ekki sett fram í blindni og leiði okkur á vit nýs ójafnréttis. Ég þekki bæði konur og karlmenn sem telja að staður konunnar sé heima og þannig sé henni tryggt jafnrétti. Málið er samt það, að nú hefur þessi krafa verið sett fram og ekki nokkur leið að hverfa aftur til liðinna tíma. Konum hefur verið hleypt út á engi eins og kálfum að vori og þær ætla sér ekki inn í fjós aftur. Mér finnst gott og blessað að í Svíþjóð séu konur 45% þingmanna – en á meðan hlutverk þeirra er að vera ungar og sætar og almenningur kýs þær vegna þessara eiginleika, finnst mér langur vegur enn að jafnréttinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand