Kosningar í Azibaijan

Á kjördegi þurftum við bæði að vera við opnun kjörstaðar og lokun, og þess á milli að þeysa á milli staða og skoða aðstæður og gera skýrslur á hverjum stað um það sem fyrir augu bara. Upphófst nú mikið ævintýr! Við fórum í stórar sem smár kjördeildir, flóttamannabúðir og á kjörstaði þar sem fólk hafi ekki fast lögheimili. Margt sáum við misjafnt og stundum vissi maður ekki hvort maður ætti að hlægja eða gráta. Á sumum stöðum urðum við hreinlega að láta okkur hverfa, en á öðrum drukkum við mikið af te og spjölluðum við kjördeildarfulltrúa. En mig langar að gef ykkur hlutdeils í einni upplifun. Það var ánægjulegt símtalið sem ég fékk frá utanríkisráðuneytinu á dögunum, þegar ég var beðin um að fara í kosningareftirlit á vegum ÖSE til Azibaijan. Héðan yrði send 3 manna sveit – einn frá ráðuneytinu, einn þingmaður og einn fjölmiðlamaður. Ég var ekki lengi að svara þessu játandi enda aldrei komið í þennan heimshluta. Byrjaði á því að líta á heimskortið til að sjá nákvæmlega hvert ferðinni var heitið. Þetta var allt miklu einfaldara þegar þetta var allt bara blessuð Sovétríkin!!!

Ég var sem sagt að fara alla leið til Kaspíahafs, landsins fyrir ofan Íran og Tyrkland og hinu megin við er Datsekistan og Georgía. Kákasus í fjarska. Flogið var til London og þaðan beint til Baku. Frekar sjaldgæft er að hafa svona beint flug, en það gera auðvitað olíulindirnar við Kaspíahafið og vinna mikið af Bretum á olíuborpöllunum og þess vegna beint flug…… Kom sér afar vel fyrir okkur ferðalangana. Reyndar komumst við að því að þegar flugvélin lenti í Baku og þegar farið var með okkur í VIP álmu flugstöðvarinnar, þá sáum við að fólkið sem var í flugvélini með okkur var flest allt í þessum sömu erindagjörðum og við. Keyrt var með okkur á hótel í borginni sofið örlítið og fundur strax að morgni næsta dags um verkefni ferðarinnar.

Yfir 600 eftirlitsmenn
Það var hreint út sagt stórkostlegt að hitta allt þetta fólk, frá öllum heimshornum, frá öllum mögulegum samtökum og þjóðþingum. Bandaríkjamenn voru hvorki meira né minna með 150 eftirlitsmenn. Á kynningarfundinum var farið yfir verkefnin sem biðu okkar í kjördeildum út um allt land. Farið var yfir þá áhættuþætti sem væru til staðar, eins og t.d. ofbeldi, ógnanir og annað sem við gætum orðið fyrir. Einnig var okkur sagt frá hvaða svindl möguleikar væru til staðar. En áður en við komum höfðu verið á staðnum fjöldinn allur af langtímaeftirlitsmönnum sem kortlögðu stöðuna og aðstoðuðu kjördeildir út um allt land hvernig haga skyldi málum, til þess að allt færi sem lýðræðislegast fram. Þessir langtímaeftirlistmenn voru líka búnir að kortleggja helstu vandamálasvæðin í landinu og fyrir lágu skýrslur um stöðu mála. Næsta skref var að deila hópnum niður á svæði og borgir, og voru kannski allt að hundrað manns á ákveðnu svæði, en síðan sett í tveggja manna hópa, þar sem hvert teymi hafði sinn túlk og bílstjóra til þess að fara um þau svæði sem úthlutuð voru.

Seki
Minn makker í ferðinni var Bandaríkjamaður, hagfræðimenntaður, talaði og skildi bæði rússnesku og arabísku. Þannig var um mjög marga eftirlitsmenn, tungumálakunnátta og reynsla allveg með eindæmum. Sumir höfðu farið í allt að 25 eftirlitsferðir um allar jarðir. Það var hreint út sagt stórkostlegt að heyra þetta fólk miðla af reynslu sinni og segja bæði sorgar og skemmtisögur úr hinum ýmsu eftirlistferðum

Ég var afar heppin með hérað. Lenti í fegursta héraði Azibaijan – Seki – sem er í norðaustur og eina 5-6 klukkustundir frá Baku. Allveg uppí Kákasus og með Georgíu og Dadsikistan steinsnar frá.

Við tvö fengum einar 15 kjörstaði til eftirlits og var þegar daginn fyrir kosningarnar skoðaðar aðstæður á nokkrum stöðum, allt frá kjördeildum með 250 manns á kjörskrá og upp í 1000 manns. Það var hreint út sagt ótrúlegt hvað fólk náði að búa til úr engum aðstæðum, þá sérstaklega uppí í litlu fjallaþorpunum, þar sem ég fékk á tilfinninguna að ég væri stödd í dásamlegri bíómynd um gamalt fólk í Kákasus. Fólkið í þessu héraði var einstakt og það sem var sérkennilegast hversu arabískt þetta var frekar en sovéskt og það eina sem minnti á gömlu Sovétríkin voru Lödurnar.

Kjördagur
Á kjördegi þurftum við bæði að vera við opnun kjörstaðar og lokun, og þess á milli að þeysa á milli staða og skoða aðstæður og gera skýrslur á hverjum stað um það sem fyrir augu bara. Upphófst nú mikið ævintýr! Við fórum í stórar sem smár kjördeildir, flóttamanna- búðir og á kjörstaði þar sem fólk hafi ekki fast lögheimili. Margt sáum við misjafnt og stundum vissi maður ekki hvort maður ætti að hlægja eða gráta. Á sumum stöðum urðum við hreinlega að láta okkur hverfa, en á öðrum drukkum við mikið af te og spjölluðum við kjördeildarfulltrúa. En mig langar að gef ykkur hlutdeils í einni upplifun.

Kjördeild 28
Við keyrðum upp að kjördeildinni og mundum þá eftir því að við höfðum fengið miða um að kanna sérstaklega hvað þarna væri í gangi. Við komum í kjördeildina. Þar eru svona 14-15 manns sem sitja inni, það strax var hálf dularfullt, því ekki áttu að vera fleiri inni í kjördeildinni en svona 6-9 í mesta lagi. Þá sé ég að einn þeirra hefur skráð hversu margir hafa kosið og á hvað tíma kosið var. Var ég nú heldur glöð með þetta fyrirkomulag. Hafði ekki séð það áður. 378 manns höfðu kosið. Mér er litið á kjörkassann og sé strax að hann er næstum því fullur – sem sagt svona 6-700 atkvæði. Ég sé líka á kjörkassanum að búið er að líma hann og ekki er númer á innsiglinu. Við látum sem ekkert sé. Við skoðum kjörskránna sem hangir frammi. Þar eru 100 manns á kjörskrá! Liðsmaður minn spyr af hverju hér séu bara 100 ef svona margir hafi þegar kosið. Maðurinn tjáir okkur að þetta séu bara hermenn sem séu á sérstakri skrá. Þá kom sér vel að hafa makker sem kunni að lesa í tungumálið. Hann segir að helmingur af þessu séu konur og varla séu þær í hernum!!! Þá snöggbreyttist andrúmsloftið gagnvart okkur og við eiginlega hálf hlupum út, því engin varð vinsemdin við þessa uppgötvun okkar.

Fleiri slíkar sögur væri hægt að segja af þeim 15 heimsóknum sem ég fór í, en læt þessa duga. Við gerðum okkar skýrslur um hvern stað og merktum í viðeigandi reiti. Öllum athugasemdum var komið til skila og síðan er það ÖSE að vinna úr þeim. En skrítið og skemmtilegt var það allt saman

Úrslitin – eftirleikurinn
Nú það var ekki að því að spyrja að sonur núverandi forseta (sem sjálfur dró sig til baka) vann þessar kosningar með yfirburðum – hvað annað? Stjórnarandstaðan átti í miklum erfiðleikum. Miklar óeirðir voru í Baku þegar við komum til baka, daginn eftir kjördag. Það var algjörlega ný og óhugnanleg upplifun að sjá herbíla, hermenn og lögreglu gráa fyrir járnum með byssur og kylfur. Fólk lést í óeirðum fyrir utan hótelið sem ég og aðrir eftirlitsmenn bjuggum á. Sjaldan hef ég fundið til eins mikils vanmáttar eins og síðasta kvöldið. En erfiðast er þetta fyrir allt það góða og dásamlega fólk sem þetta land byggir. Nýjustu fréttir herma að búið sé að handtaka langt yfir hundrað manns úr stjórnarandstöðunni og einnig það fólk sem var í kjördeildum fyrir stjórnarandstöðuna. Það fólk situr nú inni. Vonandi leysist þetta farsællega og að lýðræðisþróunin í Azibajan fái framgang. Það er von mín og hana vil ég halda í.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand