BRÁK, félag ungra jafnaðarmanna í Borgarnesi, var stofnað síðastliðið þriðjudagskvöld og er það í fyrsta skipti sem slíkt félag hefur starfað þar í bæ. Formaður hins nýja félags var kosinn Hörður Unnsteinsson og varaformaður Guðmundur Lúther Hallgrímsson. Aðrir í stjórn eru Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigrún Elíasdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson. Á stofnfundinn mættu fulltrúar frá Ungum Jafnaðarmönnum og hjálpuðu til við að ýta nýja félaginu úr vör.

Uncategorized @is
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík Nú um helgina