Því er ekki að neita að ég missti hluta af trú minni á mannkynið, eða allavega á Bandaríkjamönnum þegar ég fylgdist með forsetakosningunum það í landi. Það var hið annars ómerkilega ríki, Ohio, sem réð úrslitum í þessum veigamiklu kosningum. Þar af leiðandi er það þrennt og aðeins þrennt sem Ohio-búar geta státað sig af: Einum stærsta rússíbanagarði landsins, Cleveland, og nú því að hafa endurkjörið einn versta forseta í sögu landsins, George W Bush. En þótt kosningarnar í Bandaríkjunum hafi vakið mesta athygli hefur þetta verið mikið kosningaár um allan heim. Mér datt því í hug að kanna hvernig þessar kosningar hafa verið að fara til þess að reyna að sjá hvort heimurinn sé á rangri braut eða hvort það séu bara Bandaríkjamenn. Því er ekki að neita að ég missti hluta af trú minni á mannkynið, eða allavega á Bandaríkjamönnum þegar ég fylgdist með forsetakosningunum það í landi. Það var hið annars ómerkilega ríki, Ohio, sem réð úrslitum í þessum veigamiklu kosningum. Þar af leiðandi er það þrennt og aðeins þrennt sem Ohio-búar geta státað sig af: Einum stærsta rússíbanagarði landsins, Cleveland, og nú því að hafa endurkjörið einn versta forseta í sögu landsins, George W Bush. En þótt kosningarnar í Bandaríkjunum hafi vakið mesta athygli hefur þetta verið mikið kosningaár um allan heim. Mér datt því í hug að kanna hvernig þessar kosningar hafa verið að fara til þess að reyna að sjá hvort heimurinn sé á rangri braut eða hvort það séu bara Bandaríkjamenn.
Það sem af er árinu hafa verið haldnar 69 þing eða forsetakosningar og það sem eftir lifir árs munu verða haldnar 16 kosningar þetta gera alls 75 kosningar á þessu ári sem gerir úrslistun á hverjum og einum ómögulegt en vert er að skoða nokkur dæmi af hverju svæði.
Suður og mið Ameríka hefur lengi verið ansi hægrisinnað svæði, stafar það af gríðarlegum áhrifum Bandaríkjamanna á svæðinu og ýmsum miður fræknum aðgerðum sem þeir hafa stjórnað til að koma frá vinstri stjórnum og koma sínu fólki fyrir. Á þessu ári var meðal annars kosið í El Salvador, Antigua og Barbúda, Panama, Dóminíska lýðveldið, Saint Kitts og Nevis, Puerto Rico, Samóa eyjar, Uruguay auk nokkura smá eyja.
Í El Salvador var kosið til forseta og sigurvegarinn Antonio Elías “Tony” Saca kom úr röðum íhaldsmanna hins vegar stjórna jafnaðarmenn enn þinginu.
Í Panama hélt borgaraflokkurinn Partido Revolucionario Democrática völdum á þinginu og fékk frambjóðanda sinn kjörinn forseta landsins
Í Dóminíska lýðveldinu náði stefnulaus miðjuflokkur sigri í forsetakosningunum en Jafnaðarmenn hafa enn stjórn á þinginu.
Í Uruguay náði kosningabandalag vinstri og miðjumanna stórsigri bæði í þing og forsetakosningum.
Ljóst er að vinstri ,,sveiflan” sem gekk yfir Suður og mið Ameríku um aldarmótin er eitthvað að ganga til baka og þurfa jafnaðarmenn í löndum eins og El Salvador og Dóminíska lýðveldinu að taka sig á fyrir næstu þingkosningar ef þeir ætla ekki að tapa þeim líka. Ef gefa ætti stig til íslensku flokkana eftir kosningasigrum í álfunni á þessu ári væru stigin eitthvað á þessa leið:
X-B=4
X-D=1
X-S=2
Afríka var og er enn mjög vanþróuð heimsálfa í pólitískum sem og mörgum öðrum skilningi, þess vegna getur verið erfitt að túlka niðurstöður sumra kosninga en kosið var meðal annars í: Gíneu-Bissau, Mayotte, Alsír, Suður-Afríku, Miðbaugs-Gíneu, Malaví, Kamerún, Túnis, Botsvana auk nokkurra smærri landa.
Í Alsír var kosið forseta og var Abdelaziz Bouteflika kosinn með afgerandi hætti, fékk 85% atkvæða (sem er næstum því jafn mikið og Ólafur Ragnar fékk) Abdelaziz kemur úr röðum íhaldsmanna en jafnaðarmenn hafa enn meirihluta á þinginu.
Í Suður-Afríku unnu jafnaðarmenn stóran sigur og fengu hreinan meirihluta á þingi.
Í Kamerún var kosið til forseta og fátt kom þar á óvart, íhaldsmenn unnu stórsigur eins og þeir höfðu gert í þingkosningunum 2002.
Í Túnis var kosið til þings og forseta jafnaðarmenn fengu um 95% atkvæða í báðum kosningunum.
Það sem einkennir pólitískt ástand eru öfgar, stórir kosningasigrar og fáir veikburða miðjuflokkar. Ef við skiptum sigrunum, þar sem við á, niður á íslenska flokka (í löndum eins og Mayotte á þessi skipting alls ekki við):
X-D=5
X-S=5
Asía notaði árið 2004 talsvert til kosninga, kosið var í: Georgíu, Taívan, Malasíu, Sri Lanka, Indonesíu, S-Kóreu, Íran, Filipseyjum, Indlandi, Mongólíu, Japan, Kasakstan, Afganistan auk nokkurra smærri landa.
Í Georgíu var það miðflokkurinn Natshhionakhuri Modraoba – Demokrathebi sem sigraði bæði forseta og þingkosningar.
Á Sri Lanka unnu Jafnaðarmenn forsetakosningarnar og kosningabandalag vinstri manna vann þingkosningarnar.
Í Suður-Kóreu kom ekki á óvart að baráttan stæði á milli hægri-íhalds og hægri-frjálslyndra, þeir frjálslyndu unnu nauman sigur.
Á Indlandi voru það kosningabandalög sem háðu baráttuna, eitt bandalag sem samanstóð af vinstri og miðjumönnum en hitt samanstóða af hægri og miðjumönnum. Miðjuflokkarnir voru stærstir í báðum bandalögum hafa yfirburða meirihluta inn á þingi.
Í Japan var kosið í neðri deild þingsins og báru jafnaðarmenn sigur af hólmi.
Í Afganistan var kosið í fyrsta sinn eftir fall Talíbanastjórnarinnar og vann óháður frambjóðandi yfirburða sigur.
Það er ljóst að miðjuflokkarnir eru sigurvegarar þessa kosningaárs í Asíu og spurning hvort Halldór Ásgrímsson ætti ekki að fara í smá ferðalag í leit að stefnu.
Ef við flokkum þetta niður á íslenskar aðstæður:
X-B=6
X-D=1
X-S=4
Víða var kosið í Evrópu, þar á meðal á Íslandi, þessar kosningar vilja oft gleymast meðal almennings en kosið var í: Færeyjum, Grikklandi, Rússlandi, Spáni, Slóvakíu, Austurríki, Lúxemborg, Evrópusambandinu, Íslandi, Litháen, Serbíu, Slóveníu, Hvíta-Rússland, Kósovo, Úkraínu, Bosníu-Hersegovínu og nú um helgina í Tékklandi.
Í Rússlandi var Pútin endurkjörin forseti en hann hefur ekki viljað tengja sig stjórnmálaflokki.
Á Spáni unnu jafnaðarmenn góðan sigur á sorgartímum vegna hryðjuverkanna í Madrid.
Í Austurríki var kosinn forseti úr röðum jafnaðarmanna og vann hann nauman sigur í spennandi kosningum.
Í Evrópusambandinu komust hægri íhaldsmenn því miður í meirihluta en það er vonandi að þetta geri Davíð aðeins móttækilegri fyrir hugsanlegri aðild Íslendinga.
Á Íslandi vann Ólafur Ragnar glæstan kosningasigur.
Í Úkraínu var Viktor Viktor Janukovič kosinn forseti, hann hafði 0,7 prósenta forskot á keppinaut sinn. Viktor er óháður frambjóðandi.
Eftir frekar döpur síðustu 5 ár virðast Evrópubúar að vera að átta sig og vera að snúa Evrópu aftur til vinstri, það sem hinsvegar gerir erfitt um vik að meta úrslitin er gríðarlega mismunandi flokkaskipting, þó nokkrir öfgaflokkar voru að ná kosningu í austur-Evrópu og á Balkanskaganum. Við íslenskar aðstæður hefðu kosningarnar í Evrópu farið svona:
X-B:1
X-D:4
X-S:6
Úr þessum fjórum heimsálfum þar sem flokkaskipting svipaði til Íslands fóru kosningarnar á þennan veg:
X:B=11
X-D=11
X-S=17
Það er því ljóst að þótt Bandaríkjamenn séu á rangri braut íhaldssemi þá hefur þetta ár verið nokkuð jákvætt fyrir jafnaðarmenn í heiminum, borgarar úr öllum heimshornum eru að átta sig á því að jafnaðarmannastefnan er sú stefna sem kemur samfélaginu best til lengri tíma. Þessu ber að fagna og vonandi heldur þessi þróun áfram á komandi árum.