Kosið í Bandaríkjunum

Teitur Helgason skrifar frá Bandaríkjunum um kosningarnar sem fram fara í dag. Teitur segir að í fulltrúadeildinni reiki spár á milli þess að demókratar bæti við sig 12 – 30+ en aðeins í viltustu draumum republikana munu þeir missa minna en þau 15 sæti sem mega án þess að missa meirihlutan. Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborðunum í svokölluðum ,,mid-term elections”. Hið pólitíska stjórnkerfi hérna vestra er mjög lagskipt svo að talsverður fjöldi kosning fer fram. Fyrst ber að nefna að kosið er um 33 af 100 sætum í öldungadeildinni þar sem menn sitja í 6 ár í senn og kosið er um þriðjung sæta á tveggja ára fresti. Af þessum 33 sætum eru 17 núna í höndum demokrata, 15 í höndum republikana og eitt höndum óháðra. Til að jafna hlutföllin í öldungadeildinni þurfa demokratar að ná sex sætum af repúblikönum.

Næst er það fulltrúadeildin. Þar sitja 435 einstaklingar og kosið er um öll sætin á 2ja ára fresti. Hlutföllin í dag eru þannig að 229 tilheyra repulikönum, 201 demókrötum og eitt óháðum. Demókratar þurfa því að vinna á 15 sæti til að ná stjórn í deildinni.

Einnig er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum, ótal fjölda bæjar- og borgarstjóra og auk þess meira en 6.000 manns í fylkisstjórnir 46 fylkja.

Helstu kosningamál

Kosningabarátta í Bandaríkjunum er jafnan tvískipt. Annarsvegar eru landsmálin og hinsvegar staðbundin mál. Í landsmálunum er það Íraksstríðið sem umræðan hefur mest snúist um og er það stærsta ástæðan fyrir því að republikanar hafa átt undir högg að sækja. Einnig vega efnahagsmálin talsvert þungt ásamt atvinnuleysi í landinu.

Staðbundin kosningabarátta í Bandaríkjunum er alveg sérstakt fyrirbæri. Þar takast gjarnan á maður á mann og er engu til sparað við að grafa upp óhróður um andstæðinginn og er hann svo látinn dynja á fólk í stanslausum sjónvarps- og blaðaauglýsingum. T.d. varð undiritaður vitni af alveg ótrúlegum sirkus þegar að Mark Foley, frambjóðandi í fulltrúadeildina fyrir Floridafylki, varð uppvís af því að senda ungum aðstoðarmönnum sínum kynferðisleg skilaboð á netinu. Vitleysan endaði svo öll með því að Foley reyndi að afsaka sig með því að hann hafi sjálfur verið misnotaður af kaþólskum presti í æsku.

Lítil kosningaþátttaka

Kosningaþáttaka í Bandaríkjunum er mjög léleg. Aðeins 50-60% kosningabærra manna kjósa að jafnaði í hverjum kosningum. Af þessum sökum eru flokkarnir ekki eingöngu að reyna að ná hylli fjöldans heldur einbeita þeir sér að því að ná til þeirra þjóðfélagshópa sem líklegastir eru til að kjósa ásamt því að fá sína eigin stuðningsmenn til að skila sér á kjörstað. Í þessu sambandi hafa repúblikanar einbeitt sér mikið að trúfélögum í Bandaríkjunum. Fyrir utan að vera mjög dugleg við að kjósa sjálf þá er þetta mjög mikilvægur hópur fótgönguliða í svokölluðum “Get-out-the-vote” aðgerðum sem miða að því að smala fólki á kjörstað. Demokratar höfðu áður fyrr forskot í þessum málum með hjálp verkalýðsfélaga en á seinustu árum hafa þeir dregist aftur úr.

Líkleg úrslit

Vegna óvissuþátta eins og kosningaþáttöku hinna ýmsu hópa er erfitt að meta nákvæmlega hvernig fylkingarnar standa að morgni kjördags. Fylgi við demókrata hefur hefur mælst mjög hátt síðastliðnar vikur en það er ekki öll von úti fyrir Republikana. Á allra síðustu dögum hafa langþráðar jákvæðar fréttir af störfum ríkisstjórnarinnar verið að berast. Í seinustu viku bárust fréttir af því að atvinnuleysi hafi mælst 4,4% í október, sem er með því lægst sem það hefur mælst í meira en áratug.

Af utanríkismálum hafa, núna tveimur dögum fyrir kosningar, loksins borist góðar fréttir (að mati Bandaríkamanna) frá Írak. Saddam Hussein hefur verið dæmdur til dauða af dómstólum í Írak og keppast republikanar við að hrósa þessum áfanga sem upphafinu af nýjum tímum fyrir hersetuliðið í Írak.

Á móti kemur að hið virta dagblað, The New York Times, hefur gefið það út að þeir munu ekki mæla með neinum republikana á lista yfir frambærilega frambjóðendur sem þeir hafa gert það að vana sínum að birta að morgni kjördags.

Þrátt fyrir að upplitið á republikönum hafi eitthvað batnað á síðustu metrunum þá er ljóst að þeir munu tapa sætum. Talið er nokkuð víst að þeir munu tapa allavega 5-6 sætum í öldungadeildinni og þau gætu orðið allt að átta. Eins og áður kom fram þurfa demókratar sjö auka sæti til að endurheimta meirihlutann sem þeir töpuðu árið 2000, svo að allt er í járnum. Í fulltrúadeildinni reika spár á milli þess að demókratar bæti við sig 12 – 30+ en aðeins í villtustu draumum republikana munu þeir missa minna en þau 15 sæti sem meiga án þess að missa meirihlutann.

Ljóst er að ýmislegt getur gerst í dag og munu eflaust margir áhugamenn um kosningarnar, innan Bandaríkjanna sem utan, halda niðri í sér andanum þegar fyrstu tölur byrja að birtast í nótt.

Teitur Helgason,
nemandi við University of Miami, Bandaríkjunum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið