Þórður Sveinsson segist vera í Samfylkingunni vegna þess að hann trúi því að besta leiðin fyrir félagshyggjufólk til að komast til áhrifa og breyta samfélaginu sé að mynda öfluga breiðfylkingu en ekki rotta sig saman í litla hópa sem hafa kannski mjög eindregin stefnumál en munu ef til vill aldrei fá tækifæri til að koma þeim í framkvæmd. Vinstri-grænir berja sér stöðugt á brjóst og þykjast vera okkur Samfylkingarfólki svo miklu fremri. Þeir séu jú með svo eindregna stefnu og skýrar hugsjónir en Samfylkingin sé jafnvel hugsjónalaus. Þetta síðastnefnda segir Þórður vera helbert kjaftæði, enda er Samfylkingin yfirfull af fólki með gríðarlega sterka réttlætiskennd og sem iðar í skinninu að geta breytt samfélaginu til hins betra. Ég er í Samfylkingunni vegna þess að ég trúi því að besta leiðin fyrir félagshyggjufólk til að komast til áhrifa og breyta samfélaginu sé að mynda öfluga breiðfylkingu en ekki rotta sig saman í litla hópa sem hafa kannski mjög eindregin stefnumál en munu ef til vill aldrei fá tækifæri til að koma þeim í framkvæmd.
Það hversu heillavænleg sameining vinstrimanna getur verið hefur komið berlega í ljós í Hafnarfirði þar sem Samfylkingin hefur unnið hreinan meirihluta í tveimur bæjarstjórnarkosningum í röð. Það til hversu mikilla óheilla sundrung vinstrimanna getur verið hefur komið jafnberlega í ljós í Reykjavík þar sem Samfylking og Vinstri-grænir hafa til samans sex borgarfulltrúa á móti sjö borgarfulltrúum íhaldsins þrátt fyrir að hafa til samans nánast sama atkvæðafjölda; mikill fjöldi atkvæða hefur þannig dottið dauður niður og ekki skilað þeim borgarfulltrúa sem vinstrimenn hefðu hlotið ef sameinaðir væru.
Hvert er tilefni þessara hugleiðinga minna? Jú, það hvernig Vinstri-grænir berja sér stöðugt á brjóst og þykjast vera okkur Samfylkingarfólki svo miklu fremri (sjá til dæmis hér). Þeir séu jú með svo eindregna stefnu og skýrar hugsjónir en Samfylkingin sé jafnvel hugsjónalaus (sjá til dæmis hér). Þetta síðastnefnda er auðvitað helbert kjaftæði, enda er Samfylkingin yfirfull af fólki með gríðarlega sterka réttlætiskennd og sem iðar í skinninu að geta breytt samfélaginu til hins betra. Hinu verður hins vegar ekki neitað að Vinstri-grænir eru meira sammála innbyrðis en við í Samfylkingunni.
En er Vinstrihreyfingin Grænt framboð eitthvað betri flokkur fyrir vikið? Nei, segi ég og vil meina að flokkurinn sé jafnvel verri ef eitthvað er. Í hann skortir þá breidd í skoðunum sem er innan Samfylkingarinnar og veldur því að óvíða fer fram jafnmikil og -frjó lýðræðisleg umræða meðal flokksmanna sjálfra. Útilokað er að slík umræða geti farið fram innan Vinstri-grænna, enda eru þeir allir meira og minna sammála um allt og þurfa því aldrei að rökræða um neitt. Þeir hittast bara á fundum og segja já og amen við öllu því sem þau Steingrímur J., Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobs segja og skála á tyllidögum fyrir hvað þeir séu nú frábærir.
Það er voðalega auðvelt að vera í slíkum flokki og vera merkilegur með sig. Hitt er hins vegar erfiðara að vera í flokki þar sem fólk hefur að einhverju leyti ólíka lífssýn og þarf að miðla málum og komast að samkomulagi. Vinstri-grænir samanstanda að miklu leyti af fólkinu sem árið 1999 hafði ekki framsýni til að ganga í slíkan flokk. Sá skortur á framsýni stendur vinstrimönnum enn fyrir þrifum.
Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is