Leiðtoganámskeiðið Framtíðarkonur sem haldið verður fimmtudaginn 31. janúar nýtur gríðarlega vinsælda og hafa yfir hundrað konur skráð sig til leiks. Nú er tekið við skráningum á biðlista og verður allt reynt til þess allar áhugasamar konur geti tekið þátt. Leiðtoganámskeiðið Framtíðarkonur sem haldið verður fimmtudaginn 31. janúar nýtur gríðarlega vinsælda og hafa yfir hundrað konur skráð sig til leiks. Nú er tekið við skráningum á biðlista og verður allt reynt til þess allar áhugasamar konur geti tekið þátt.
UJ hvetja allar konur framtíðarinnar til þess að senda inn skráningarbeiðni á netfangið samfylking@samfylking.is eða hringja í síma 414 2200 til 25. janúar.
Námskeiðið er haldið á Pikknikk Grandagarði 8 kl. 20.00 –22.30.
Dagskrá Framtíðarkvenna:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, býður konur velkomnar.
Frummælendur:
Helga Vala Helgadóttir, nemi og fjölmiðlakona:
Konur og fjölmiðlar. Framkoma o.fl. Hvað ber að varast og hvað virkar.
Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur:
Konur á Guðs vegum.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður kvenna í atvinnurekstri:
Hvernig starfa konur öðruvísi en karlar
Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrv. þingmaður og ráðherra:
Stelpurnar í stjórnmálunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra:
Útrás kvenorkunnar
Að loknum erindum verða óvæntar uppákomur plús Pikknikk-veitingar.
Námskeiðið er haldið þátttakendum að kostnaðarlausu.