Á vefsíðu Ungra miðjumanna, maddaman.is, er Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík óskað til hamingju með ályktun sína er fjallar um þörf á verksmiðjubúskap í landbúnaði. Þó ber aðeins á hæðni í þeirri hamingjuósk þegar lengra er lesið en þar stendur “Yfirstandandi gjaldþrotahrina kjúklingaframleiðenda sýnir að kratar eru, nú sem endranær, svo sannarlega á réttri leið í landbúnaðarmálum. Eða kannski ekki”. Ungir framsóknarmenn telja kannski að gjaldþrot séu rök fyrir því að markaðskerfi virki ekki en því fer fjarri. Á vefsíðu Ungra miðjumanna, maddaman.is, er Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík óskað til hamingju með ályktun sína er fjallar um þörf á verksmiðjubúskap í landbúnaði. Þó ber aðeins á hæðni í þeirri hamingjuósk þegar lengra er lesið en þar stendur “Yfirstandandi gjaldþrotahrina kjúklinga- framleiðenda sýnir að kratar eru, nú sem endranær, svo sannarlega á réttri leið í landbúnaðarmálum. Eða kannski ekki”. Ungir framsóknarmenn telja kannski að gjaldþrot séu rök fyrir því að markaðskerfi virki ekki en því fer fjarri.
Það er einmitt grundvöllur markaðshagkerfis að fyrirtæki geti farið á hausinn og betri rekstraraðilar taki við sé yfirleitt eftirspurn á markaðnum. Varla er það skoðun Ungra framsóknarmanna að besta leiðin til að læra sé að læra ekki af reynslu. Slíkt verður að teljast furðulegt í ljósi þess að jafnvel gáfuð dýr eins og kindur virðast læra af reynslunni.
Spyrja má Unga framsóknarmenn að því hvort gjaldþrotahrina netfyrirtækja síðustu ár sé vitnisburður þess að markaðskerfi sé ekki að virka? Eigum við þá að líta til landbúnaðarkerfisins íslenska sem lausnar á þeim gjaldþrotum? Stofna Netbændasamtök Íslands með ríkisstuðningi, niðurgreiða lyklaborð og stefna að því að viðhalda internet rómantík með því að stuðla að litlum rekstrareiningum. Jafnvel aftengja bara útlandasamband til að vernda innlendar vefsíður.
Staðreyndin er sú að landbúnaður getur vel gengið án fjallhárra styrkja. Reynsla Nýsjálendinga og Ástrala sýnir, að landbúnaður getur gengið prýðilega í slíku umhverfi. Sú breyting reyndist stuðla að gríðarlegri nýsköpun í búrekstri auk verulegrar hagræðingar. Landbúnaður lagðist ekki af við þá kerfisbreytingu. Hins vegar er það ekki lausn á vanda landbúnaðarins að gerast síafbrotamenn í að viðhalda stöðnuðu kerfi, og kalla það rómantík.