Er EES-samningurinn úreltur?

Datt inn á vef Heimssýnar um daginn og las þar skemmtilega grein eftir Hjört J. Guðmundsson um það hvort að EES-samningurinn hafi veikst. Í greininni er gerð heiðarleg tilraun til að hrekja þá staðreynd að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur veikst umtalsvert síðasta áratuginn. Datt inn á vef Heimssýnar um daginn og las þar skemmtilega grein eftir Hjört J. Guðmundsson um það hvort að EES-samningurinn hafi veikst. Í greininni er gerð heiðarleg tilraun til að hrekja þá staðreynd að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur veikst umtalsvert síðasta áratuginn.

Ekki sjálfstætt fyrirbæri heldur bandalag ríkjanna sem í því eru
Eins og svo oft áður, þegar kemur að umræðunni um hugsanlega aðild Íslendinga að Evrópusambandinu, bregður greinarhöfundur til þess ráðs að beita tilfinningarökum gegn skynsemisrökum. Sem dæmi þá skrifar hann meðal annars um ,,Evrópusambandsaðild sem myndi þýða meira eða minna yfirráð sambandsins yfir öllum sviðum íslenzks þjóðlífs”. Þetta er einfaldlega rangt, því Evrópusambandið er ekki sjálfstætt fyrirbæri heldur einungis bandalag ríkjanna sem í því eru. Með því að ganga í Evrópusambandið myndu Íslendingar fá fullgilda fulltrúa í ráðherraráðið og leiðtogaráðið þar sem veigamestu ákvarðanirnar eru teknar um sameiginlega hagsmuni ríkjanna en lagasetning á evrópusambandsstigi takmarkast við þá málaflokka þar sem héraðsstjórnir og landsstjórnir eru ekki færari um að setja lögin sjálfar samanber nálægðarregluna.
Greinarhöfundur ,,óskar eftir svörum við því hvað hafi veikst við samninginn” og er sjálfsagt að verða við þeirri ósk.

Miklar breytingar orðið síðan samingurinn var undirritaður árið 1992
Þegar rætt er um það að hvaða leiti samningurinn um evrópska efnahagssvæðið hefur veikst ber fyrst að nefna þá gríðarlegu breytingu sem orðið hefur á Evrópusambandinu frá því samningurinn var undirritaður árið 1992. Strax ári seinna var nýr sáttmáli Evrópusambandsins sem kenndur er við Maastricht undirritaður en hann flutti samstarfið innan Evrópusambandsins yfir á ný svið eins og til dæmis svið varnarmála, dóms- og innanríkismála og skapaði samband sem byggir á þremur stoðum. Amsterdamsáttmálinn var síðan samþykktur árið 1997 og loks var Nicesáttmálinn undirritaður árið 2001. Núna eru svo tíu ný ríki að bætast í hóp Evrópusambandsríkja og aðildarviðræður standa yfir við Búlgaríu, Rúmeníu og Tékkland. Þessir samningar og stækkun Evrópusambandsins hafa það í för með sér að EES-samningurinn er í raun barn síns tíma og engan veginn í takt við það Evrópusamband sem við stöndum frammi fyrir í dag, enda er EES-samningurinn upphaflega hugsaður sem eins konar undirbúningssamningur fyrir ríki sem hyggja á inngöngu í sambandið.

Erfiðara að skilgreina þá löggjöf sem fellur undir ákveði samningsins
Vegna þessa breytinga innan Evrópusambandsins verður EES-samningurinn í vaxandi mæli viss byrði á embættismenn sambandsins þar sem æ flóknara verður að skilgreina þá löggjöf sem fellur undir ákvæði EES-samningsins og því er hann litinn hornauga af mörgum af æðstu embættismönnum Evrópusambandsins sem veikir stöðu hans til muna. Einnig eru fæstir þeirra embættismanna við störf á vegum sambandsins sem störfuðu þar þegar samningurinn var undirritaður, þetta skapar visst vandamál þar sem sérþekkingu skortir á samningnum.

Grundvöllur af einu mesta hagvaxtarskeiði okkar
Það er mikill misskilningur að þegar Íslendingar samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið þá hafi þeir afsalað hluta af fullveldi sínu til Brussel. Íslendingar geta sagt upp samningnum hvenær sem er eins og reyndar er hægt með aðild að Evrópusambandinu, því þó svo að ekkert ákvæði sé enn í sáttmálum Evrópusambandsins um úrgöngu úr sambandinu þá er alveg klárt að sé fyrir því skýr pólitískur vilji þá geti aðildarríki Evrópusambandsins sagt sig úr sambandinu, enda er enginn hagur í því fólginn að halda fullvalda ríki nauðugu innan sambandsins. Íslendingar högnuðust efnahagslega á því að undirrita hinn umrædda samning árið 1992, en hann varð grundvöllurinn að einu mesta hagvaxtarskeiði í sögu Íslands þó svo að einstaka stjórnmálaflokkur hafi reynt að eigna sér þá efnahagslegu uppsveiflu. Sá ávinningur sem Íslendingar hafa af inngöngu í sambandið umfram aðild að EES felst í því að hafa bein og formleg áhrif á framvindu mála og lagasetningu innan Evrópusambandsins.

Annarleg heimssýn
Flestir, ef ekki allir, Íslendingar eru stoltir af því að vera frá Íslandi. Hugmyndin um fullveldi landsins er mjög mikilvægt en á sama tíma viðkvæmt hugtak. Því er mikil synd að sjá þegar andstæðingar aðildar Íslendinga að Evrópusambandinu reyna að misnota hugtakið í hita leiksins. Fullveldi og þátttaka í alþjóðakerfinu getur vel farið saman, en slíkt getur gleymst þegar menn blindast af annarlegri heimssýn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið