Keflavíkurflugvöllur 2. hluti – Eðlileg viðbrögð

Eðlileg viðbrögð við staðföstum ásetningi Bandaríkjamanna eru að viðurkenna það einfaldlega að þeir ákveða sjálfir sína utanríkisstefu. Sjái þeir ekki ástæðu til að halda úti starfsemi sinni hér þá höfum við ekki mikil áhrif þar á. Þó það takist að tefja brottför eða samdrátt þá er sú töf dýrkeypt. Á meðan er þrengt að fólkinu eins og sagan sýnir og tíminn ekki notaður til uppbygginar til framtíðar. Eðlileg viðbrögð við staðföstum ásetningi Bandaríkjamanna eru að viðurkenna það einfaldlega að þeir ákveða sjálfir sína utanríkisstefu. Sjái þeir ekki ástæðu til að halda úti starfsemi sinni hér þá höfum við ekki mikil áhrif þar á. Þó það takist að tefja brottför eða samdrátt þá er sú töf dýrkeypt. Á meðan er þrengt að fólkinu eins og sagan sýnir og tíminn ekki notaður til uppbygginar til framtíðar.

Við eigum að gera þá kröfu að horft sé til framtíðar og krefjast þess að okkur sé gerð grein fyrir áætlunum um breytingar eins fljótt og auðið er svo hægt sé að vinna þær með skipulögðum hætti. Það þarf að semja um viðskilnaðinn við fólkið, landið og mannvirkin.

Fólkið
Það fólk sem unnið hefur hjá hernum og er nú þegar farið að missa sína vinnu hefur ekki að miklu að hverfa. Mikilvægt er að slíkar breytingar eigi sér stað með skipulögðum hætti og eins löngum fyrirvara og unnt er. Æskilegt hefði verið að leita leiða til að auðvelda fólki að aðlagast þessum breytingum, t.d. með starfslokasamningum við þá sem elstir eru. Það er ekki auðvelt fyrir fólk sem lengi hefur unnið á sama stað og er jafnvel komið til ára sinna að finna starf við hæfi. Eðlilegt hefði líka verið að yngra fólkið gæti nýtt hluta af sínum uppsagnarfresti og helst lengir tíma til að sækja námskeið eða að mennta sig á annan hátt til að bæta stöðu sína á almennum vinnumarkaði þegar að starfslokum kemur. Leita þarf leiða til að auðvelda fólki til að taka þátt í atvinnusköpun t.d. með því að gefa því kost á að undirbúa slíka uppbyggingu áður en látið er af störfum, aðstoða við útvegun heppilegs húsnæðis og lækkun ýmiss upphafskostnaðar, m.a. með aðstoð atvinnuleysistryggingasjóðs. Þannig hefði verið hægt að að auka líkurnar á að það hefði að einhverju að hverfa þegar að starfslokum kemur. Það er augljóst að því meiri sem aðlögunartíminn er því meiri líkur eru á að árangur náist. Þess vegna er mikilvægt að ráðamenn hætti að gefa rangar upplýsingar. Þeir hafa lengst af haldið því fram um að ekki séu líkur á samdrætti, þrátt fyrir að þeir hafi vitað annað.

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ lofuðu oddvitar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna því að ekki yrði um samdrátt að ræða ef þeir næðu meirihluta. Þeir ættu góða að í ríkisstjórninni sem gætu tryggt hagsmuni þeirra sem vinna hjá hernum. Ungir sjálfstæðismenn stóðu með kröfuspjöld við vallarhliðin þar sem fólki var sagt að ef það kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn væri það ávísun á atvinnuleysi, því herinn færi ef þeir yrðu ekki við völd. Sjálfstæðismenn náðu meirihluta í Reykjanesbæ, samt er samdráttur hjá hernum og bæjarstjórinn hefur nú sagt að hann hafi vitað að það yrði um samdrátt að ræða. Það er ljótur leikur að blekkja fólk á þennan hátt. Fólk sem vinnur á Keflavíkurflugvelli býr nú við mikið óöryggi og það vita þeir best sem nú hafa fengið uppsagnarbréfin.

Landið
Strax og ljóst er hver samdrátturinn verður er mikilvægt að farið verði yfir það hvaða land sem nú heyrir undir s.k. varnarsvæði geti losnað. Semja þarf um hvernig hreinsun á því verður háttað og eyðingu á ýmsum úrgangi sem fylgir þeirri starfsemi sem þar hefur átt sér stað. Jafnframt er mikilvægt að hugað sé að því hvernig það landrými geti nýst þörfum Suðurnesjamanna til atvinnu eða íbúabyggðar. Það er t.d. með ólíkindum að það land sem kallað hefur verið Nikkel svæðið sé enn ónýtt og skeri í sundur byggð Njarðvíkur og Keflavíkur, þrátt fyrir að það hafi ekki verið notað af hernum í mörg ár. Í því tilviki er herinn þó búinn að skila landinu en í stað þess að utanríkisráðuneytið leggi áherslu á að það komist í nýtingu, byggðinni til hagsbóta er það upptekið í að finna leiðir til að hafa sem mestar tekjur af sölu þess.

Mannvirkin
Hvaða mannvirki verða tekin úr notkun? Hvernig verða þau rýmd, verður það gert með tilliti til hagsmuna okkar? Hvernig á að ganga frá þeim mannvirkjum sem hætt verður að nota og verða ónothæf? Okkar krafa ætti að sjálfsögðu að vera sú að ónothæf mannvirki verði fjarlægð, hús rifin, sökklar fjarlægðir og gróðursett í sárið. Önnur mannvirki, sem gætu nýst okkur við endurreisn atvinnulífsins þurfa Íslendingar að taka yfir um leið og þess er gætt að þau verði rýmd í nothæfum einingum. Þarna er mikið af húsnæði og nú nokkuð fjölmenn byggð. Passa þarf uppá að það húsnæði sem þarna losnar fari ekki í almenna notkun, því það gæti haft veruleg áhrif á byggingarstarfemi á svæðinu. Það er því mikilvægt að skipulega verði unnið að rýmingu og um leið fundin nýting sem ekki hefur skaðleg á húsnæðismarkað byggðanna í kring. Ef tekið verður á þessu af festu og í líkingu við það sem hér er lýst eru verulegar líkur á að draga megi úr áhrifum fækkunar í herliðinu, eða brottfarar þess, á atvinnulíf á Suðurnesjum.

Í næstu grein verður bent á nokkra af þeim fjölmörgu möguleikum sem skapast við verulegan samdrátt hjá hernum á Keflavíkurflugvelli eða við brottför hans.

Keflavíkurflugvöllur 1. hluti – Brottför hersins

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand