Katrín Júlíusdóttir lýsir yfir framboði

Hin stórgóða alþingiskona og fyrverandi formaður Ungra Jafnaðarmanna, Katrín Júlíusdóttir, hefur ákveðið að taka skref upp á við og gefa kost á sér í annað sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Katrín Júlíusdóttir

Gef kost á mér í 2. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi!

Ákveðið hefur verið að velja á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi með stuðningsmannaprófkjöri þann 4.nóvember n.k. Fyrirsjáanlegar eru þónokkrar mannabreytingar þar sem leiðtogar jafnaðarmanna til margra ára hér í kjördæminu þau Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir gefa ekki kost á sér til setu á Alþingi að nýju.

Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti framboðslistans fyrir næstu alþingiskosningar. Ég hef setið á Alþingi síðan 2003. Fram að þeim tíma hafði ég sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan jafnaðarmannahreyfingarinnar. Sat m.a. í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á árunum 2000 – 2003 þar af sem varaformaður frá 2001-2003 og var formaður Ungra jafnaðarmanna – ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar 2000-2001. Auk þessa sat ég í stjórn Evrópusamtakanna um nokkurra ára skeið, sat í háskóla- og stúdentaráði fyrir Röskvu frá 1997 til 1999 og starfaði sem framkvæmdastjóri stúdentaráðs 1998 – 1999. Áður en ég hóf störf á Alþingi starfaði ég sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarhúsinu Innn hf. um þriggja ára skeið. Áður hafði ég starfað sem innkaupastjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá heildverslun í verslunarrekstri.

Í störfum mínum á Alþingi hef ég barist fyrir bættum lífskjörum barnafjölskyldna sem núverandi ríkisstjórn hefur markvisst rýrt á undanförnum árum. Ég hef barist fyrir bættum kjörum eldri borgara, námsmanna og öryrkja. Ég hef barist fyrir kröftugri uppbyggingu í menntakerfinu. Ég hef barist fyrir auðlindum í þjóðareign. Ég hef barist fyrir aukinni samvinnu við Evrópu með fulla aðild að ESB í huga. Þá hef ég barist gegn vaxandi misskiptingu sem birtist í misskiptum kaupmætti og misskiptum skattalækkunum, þar sem þeir allra tekjuhæstu hafa fengið allra mest. Þessari misskiptingu verður að linna. Ég býð fram krafta mína til áframhaldandi starfa í baráttu okkar jafnaðarmanna fyrir sanngjörnu og góðu samfélagi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand