Karlakjör á Alþingi

Alþingi

LEIÐARI … en staðreyndin er sú að eftir því sem prófkjörin eru opnari (séu þau á annað borð haldin), þeim mun lakari getur hlutur kvenna orðið. Leiða má líkur að því að slíkt muni endurspeglast í persónukjörum til Alþingis.

Konur og karlar

LEIÐARI Sá fjöldi fólks sem þegar hefur tilkynnt þátttöku sína í væntanlegum prófkjörum nægir til að fylla tvö heil Alþingi. Flestir sitjandi þingmenn hyggjast sitja áfram. Hvernig sem allt fer er a.m.k. ljóst að hlutfall þeirra sem sitja eftir með sárt ennið eftir kosningar verður mun hærra en hlutfall þeirra sem komast inn; sigurvegararnir verða fleiri en tapvegararnir, þótt eflaust muni sú klisja heyrast frá flestum að þetta hafi nú verið “persónulegur sigur” eða eitthvað í þeim dúr. Og hvort kynið verður fjölmennara í síðarnefnda hópnum? Karlar?

Nýjasta nýtt – persónukjör!

Nýjung í íslenskri stjórnskipun liggur frammi fyrir allsherjarnefnd um þessar mundir. Opna á fyrir leið að gera persónukjör möguleg – og helst í næstu kosningum! Fæstir vita mikið um fyrirkomulag slíkra kosninga. Að mörgu er þó að hyggja. Slíkar kosningar myndu eflaust vefjast fyrir almennum kjósendum fyrst um sinn, og möguleiki er á því að ófáir kjörseðlarnir færu í kassann með auðu og ógildu atkvæðunum. Þó er það smávægilegt áhyggjuefni, sé það borið saman við þann raunhæfa möguleika að konur gætu liðið gífurlega ósigra samkvæmt umræddu fyrirkomulagi.

Prófkjörsheilkennið

Eftir úrslit síðustu kosninga komust náðu konur 20 þingsætum af 63. Vera kann að sumum þyki slík úrslit ásættanleg, jafnvel eðlileg, en slíkum viðhorfum ætti ekki að vera til að dreifa í flokkum sem kenna sig við kvenfrelsi. Því miður er fátt um skýringar, en staðreyndin er sú að eftir því sem prófkjörin eru opnari (séu þau á annað borð haldin), þeim mun lakari getur hlutur kvenna orðið. Leiða má líkur að því að slíkt muni endurspeglast í persónukjörum til Alþingis.

Öryggisventlar?
Verði umrædd breyting á kosningalögum að veruleika þarf að tryggja aðkomu virkra jafnréttisúrræða sem standa vörð um jafnan hlut kynjanna á sviði löggjafarvaldsins. En ekkert er útilokað, kannski eru bölsýnisspár sem þessar óþarfar. Gott er þó að hafa varann á, því Íslendingar þurfa að ákveða hvort við stöndum frammi fyrir verðugu verkefni; að fjölga konum á Alþingi. Sé svarið já, eru hæg heimatökin hjá stjórnmálaflokkunum, en sé miðað við stöðu mála eru þeir enn í bestri stöðu til að standa raunverulegan vörð um jöfn skipti kynjanna þegar kemur að mögulegum þingsætum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand