Ungt fólk og kosningarnar

island

LEIÐARI Þessar kosningar snúast um grundvöll íslensks þjóðfélags.  Þessar kosningar snúast um framtíðina. Þessar kosningar snúast um ungt fólk. Sú spurning sem stjórnmálamenn þurfa að svara í þessari kosningabaráttu er einföld. Hvernig eigum við að fá ungt fólk til að búa á Íslandi?

island

LEIÐARI Þann 25. apríl verður kosið til Alþingis.  Í þessum kosningum verður kosið um hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja upp á rústum fjármálakerfisins og nýfrjálshyggjunnar. Viljum við byggja upp réttlátt þjóðfélag á grundvelli hugmynda jafnaðarmanna eða viljum við endurtaka mistökin og hleypa hægrimönnum að uppbyggingarstarfinu, með tilheyrandi græðgisvæðingu og misskiptingu?

Þessar kosningar snúast um grundvöll íslensks þjóðfélags.  Þessar kosningar snúast um framtíðina. Þessar kosningar snúast um ungt fólk. Sú spurning sem stjórnmálamenn þurfa að svara í þessari kosningabaráttu er einföld. Hvernig eigum við að fá ungt fólk til að búa á Íslandi?

Ef næstu árin á Íslandi munu einkennast af auðmannadekri og einkavinaspillingu í stjórnsýslunni á meðan allur almenningur horfir fram á kjaraskerðingu, skattpíningu og niðurskurð í velferðarkerfinu, þá er þetta ekkert flókið. Ungt og hæfileikaríkt fólk mun ekki vilja búa á Íslandi. Það unga fólk sem stjórnmálamenn treysta á að muni bera uppi hagkerfið næstu árin og áratugina, mun ekki láta bjóða sér þetta. Þeir sem það geta, munu fara.

Samfylkingin á að vera flokkur unga fólksins. Það hefur aldrei verið mikilvægara en núna í ár að flokkurinn tali fyrir hagsmunum ungs fólks. Sá þjóðfélagshópur skiptir einfaldlega öllu máli í dag.

Núna er því mikilvægt fyrir ungt fólk í Samfylkingunni að láta í sér heyra. Við verðum að tryggja að flokkurinn okkar átti sig á um hvað þessar kosningar snúast. Unga fólkið verður að tryggja það að frambjóðendur okkar til Alþingis geri sér grein fyrir því að það vilji skýrar áherslur og endurnýjun.

Allt ungt fólk sem aðhyllist hugmyndafræði jafnaðarmanna þarf núna að stíga upp og taka þátt í starfi Samfylkingarinnar. Þessar kosningar skipta öllu máli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand