Kaleikur kirkjunnar

Til þess að ríki séu í raun og veru lýðræðisríki er ekki nægilegt að formhlið stjórnskipunarinnar sé í lagi. Ekki er síður mikilvægt að vinnubrögð og viðhorf þeirra sem starfa í umboði fólksins endurspegli virðingu fyrir lýðræðislegum gildum. Þetta þýðir að stjórnskipulega hlið lýðræðis verður að skoða í samhengi við lýðræðislega stjórnarhætti. Nauðsynlegt er að lýðræðislegir stjórnarhættir séu sívirkir, það er að þátttaka almennings sé ekki bundin við að velja menn til að fara með völdin með reglulegu millibili. Það þýðir meðal annars að stjórnvaldsákvarðanir séu ávallt teknar af hlutlægni og fagmennsku og þær studdar málefnalegum rökum. Fyrir um tvö þúsund árum var á dögum maður sem átti eftir að breyta gangi sögunnar um aldir alda. Það gerði hann ekki með vopnavaldi heldur orðkynngi, ekki með hversdagsathöfnum heldur kraftaverkum, ekki með hatri heldur kærleik, ekki með vandlætingu heldur umburðarlyndi. Það kristallast í orðum hans: „Í húsi föður míns eru margar vistarverur.“

Innan tíðar verða Íslendingar komnir lengst þjóða í að veita samkynhneigðum réttindi til jafns við gagnkynhneigða. En af hverju ekki að bera kyndilinn enn lengra? Úr því að fríkirkjan og fleiri trúfélög vilja gefa saman samkynhneigð pör ætti Alþingi að heimila það. Átylla þjóðkirkjunnar ætti ekki að verða öðrum söfnuðum að fótakefli.

Affarasælast er að þjóðkirkjan geri sjálf upp við sig hvort hún vill vera allra eða aðeins útvaldra. Það er ekki Alþingis að taka þann kaleik frá henni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand