Jöfnum leikinn

lisbet

FRÉTT Ungir jafnaðarmenn sendu landsfundarfulltrúum bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum til að tryggja að ungt fólk geti áfram búið á Íslandi. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina.lisbet

FRÉTT Ungir jafnaðarmenn sendu landsfundarfulltrúum bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum til að tryggja að ungt fólk geti áfram búið á Íslandi. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina.

Ungir jafnaðarmenn lögðu áherslu á að tryggja atvinnu, lýðræði og aðgerðir til handa skuldsettum heimilum, þar á meðal upptöku evru. Einnig var lýst eftir grænni framtíð.

Ásgeir Runólfsson las upp bréfið og benti á að verkefnið væri að tryggja atvinnu og góð störf. Ísland á að vera eftirsóttur kostur til búsetu.

Guðrún Birna le Sage de Fontenay lagði áherslu á lýðræði og að hafnar yrðu aðildarviðræður við Evrópusambandið strax, það sé forgangsverkefnið fyrir ungt fólk.

Lísbet Harðardóttir frá Ísafirði sagði sína upplifun frekar súra. Hún hafi reynt að standa sig eins vel og hægt sé og sýna ábyrgð í fjármálum en samt finnist henni sitt skjól vera að bresta. Hún sagði að samt væri sín staða góð miðað við fjölda jafnaldra og krafðist aðgerða fyrir fjölskyldur. Upptaka evru sé einnig forsenda þess að losa framtíðarhúsnæðiskaupendur undan oki verðtryggingar.

Aðalsteinn Kjartansson sagði að menntun yrði að vera í forgangi auk þess sem bæta verði stöðu og kjör námsmanna. Menntun sé leiðin til öflugra samfélags. Hann benti á að í dag væru kjör ungs fólks betri á atvinnuleysisbótum en námslánum. Aðalsteinn hafnaði skólagjöldum sem hann sagði vinna geng jafnrétti til náms.

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður UJ, sagðist hafa gengið í Samfylkinguna skömmu fyrir síðustu kosningar vegna þeirrar jafnaðarhugsjónar sem birtist í umhverfisáherslu flokksins. Hún sagði það ekki í anda jafnaðarstefnu að ganga á rétt komandi kynslóða og sagði loftslagsbreytingar einhverja mestu ógn sem að heiminum steðji. Það sé sterkasti leikur Íslendinga að láta grænt hagkerfi rísa úr rústunum.

Samfylkingin á að vera flokkur ungs fólks, flokkur framtíðar sagði Anna Pála að lokum.

Sjá fréttir af landsþinginu á heimasíðu flokksins, xs.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand