Tökum þátt í að móta framtíð Íslands

mynd_2007-04-13_17-52-23bLEIÐARI Framtíð Íslands eftir hrunið er óljós en við getum haft mikil áhrif á hana ef við beitum okkur. „Ef einstaklingurinn er virkur verður fjöldinn okkar styrkur og við gerum ótal breytingar.“

mynd_2007-04-13_17-52-23bLEIÐARI Framtíð Íslands eftir hrunið er óljós en við getum haft mikil áhrif á hana ef við beitum okkur. „Ef einstaklingurinn er virkur verður fjöldinn okkar styrkur og við gerum ótal breytingar.“

Ef við fylkjum okkur saman bak við jafnaðarhugsjónina fyrir kosningar erum við með skýr markmið og réttu verkfærin til að koma til móts við fólkið og fyrirtækin í landinu, raunhæf markmið sem við styðjumst við til að byggja upp það samfélag sem við viljum búa í til frambúðar.

Þeir þættir sem við þurfum að leggja áherslu á og berjast fyrir næstu árin eru  óteljandi en við þurfum að huga sérstaklega að jafnrétti, velferð og aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Undanfarna 2 mánuði hafa verið lögð fram mörg mál sem hafa legið í skúffum fyrri ríkisstjórnar og ráðherrum þeirra t.d. Byrgismálið, auðvelt að takast á við en þurfti kjark til, þann kjark hefur Jóhanna Sigurðardóttir verðandi formaður og forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.

Samfylking er með forsætisráðherraefni sem hefur á sínum ferli alltaf barist fyrir þeim sem minna mega sín  og hefur sýnt öllum það að þar getur enginn skákað henni.

Evrópusambandið er ekki svar við öllum okkar vandamálum en það gefur okkur tækifæri á að takast á við þau vandamál sem að okkur steðja. Við eigum að ganga til samninga við Evrópusambandið og senda okkar færasta fólk til. Við þurfum að hafa og verja ákveðin grunngildi íslensks samfélags sem verða okkar samningsmarkmið. Þetta verðum við að skilgreina áður en við förum til samninga við ESB. Það fólk veljum við, þjóðin, í kosningum 25. apríl.

Ungt fólk þarf að gera upp hug sinn: Hverjum treysti ég fyrir minni framtíð og hvernig get ég haft áhrif á hana?

Landsfundir tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna eru nú um helgina – fylgist með, komið í íþróttahúsið Smárann og hlustið á hvað Ungir jafnaðarmenn hafa að segja kl 13:00 á laugardaginn. Gerið svo upp hug ykkar.

„- komum pólitíkinni í lag sköpum jafnrétti og bræðralag“.

 

Texti innan gæsalappa er úr kvæðinu Áfram stelpur eftir Gunnar Edander, íslenskur texti: Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand