Í la-la landi

gylfi_zoega_jpg_280x800_q95

LEIÐARI Það er einfaldlega staðreynd að við getum ekki búið við allt þrennt; efnahagslegt öryggi, frjáls utanríkisviðskipti og íslensku krónuna.

gylfi_zoega_jpg_280x800_q95

LEIÐARI Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina var bryddað upp á þeirri nýbreytni að fá óháða sérfræðinga á málstofur um ákveðin samfélagsmál. Ein málstofan bar titilinn „Lærdómar af hruninu“ og fluttu þar þrír framsögumenn erindi; Jón Ólafsson prófessor, sr. Sigrún Óskarsdóttir og dr. Gylfi Zöega, deildarforseti hagfræðideildar HÍ. Öll erindin voru góð og vöktu málstofugesti til umhugsunar.

Erindi dr. Gylfa var sérstaklega áhugavert. Hann fjallaði um þær hagfræðilegu ranghugmyndir sem leiddu til þess að íslenska hagkerfið brást. Gylfi líkti aðstæðunum við þrjár hliðar þríhyrnings:

  • Á einni hliðinni höfum við efnahagslegt öryggi þjóðarinnar.
  • Á annarri alþjóðavæðinguna, opið hagkerfi, frjáls viðskipti við útlönd.
  • Á seinustu hliðinni eru sjálfstæðar stofnanir landsins, t.d. seðlabanki og sjálfstæð mynt.

Dr. Gylfi staðhæfði að fyrir 300 þúsund manna þjóð væri ómögulegt að fá allar þrjár hliðarnar á þríhyrningnum. Þeir sem héldu því fram væru í „la-la landi“ eins og hann orðaði það.

Eins og kom í ljós í haust hafi þurft að fórna fyrstu hliðinni, efnahagslegu öryggi, fyrir alþjóðavæðinguna með íslensku krónunni. Dr. Gylfi sagði að ef við vildum halda þeirri stefnu til streitu, yrðum við að búa við yfirvofandi kreppu reglulega á nokkurra ára eða áratuga fresti.

Ef við tækjum þá stefnu hins vegar að fórna alþjóðavæðingunni með því að segja upp EES-samningnum, loka landinu og hefta gjaldeyrisviðskipti, þá gætum við haldið sjálfstæðum gjaldmiðli og efnahagslegum stöðugleika. Þetta er hugmynd sem á sér fylgismenn í L-listanum og svörtustu kimum Sjálfstæðisflokksins. Dr. Gylfi sagði hins vegar að nauðsynlegt væri fyrir litla þjóð að stunda alþjóðaviðskipti og útflutning á sérhæfðu sviði, til dæmis sjávarafurðum.

Seinasta leiðin er sú sem Samfylkingin hefur talað fyrir, að deila fullveldi með öðrum þjóðum í Evrópusambandinu með upptöku Evru sem gjaldmiðils. Með því væri hægt að treysta efnahagslegan stöðugleika, frjáls utanríkisviðskipti og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.

Þessa leið taldi dr. Gylfi fýsilegasta. En hann benti jafnframt á að hinar tvær væru færar með öllum sínum göllum. Hins vegar væri málflutningur þeirra sem vilja allar þrjár hliðarnar og búa í la-la landi fullkomlega óábyrgur. „Þetta er ekki pólitík,“ sagði dr. Gylfi. Það væri einfaldlega staðreynd að við gætum ekki búið við allt þrennt; efnahagslegt öryggi, frjáls utanríkisviðskipti og íslensku krónuna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið