Skóli allra landsmanna

Í gegnum tíðina hefur verið tekist mjög á um skipulag og nýtingu Fossvogsdalsins. Við sem búum við rætur hans getum þakkað þeim sem hafa varið þetta græna svæði gegn vegagerð og frekari byggð. Þeirri baráttu er kannski aldrei lokið, þótt almenningur geri sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi grænna svæða. Baráttan má þó ekki leiða til þess að svæðin sem hljóta vernd falli út af ratsjá bæjaryfirvalda og skipulagsnefndar. Sitjandi ríkisstjórn hefur ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að taka eigi upp skólagjöld við ríkisháskólana á Íslandi. Stjórnin hefur þó með sorglega góðum árangri reynt að firra sig ábyrgð á vanda háskólanna í umræðunni.

Úttektir á fjárhagsstöðu háskólans, bæði erlendar og innlendar, hafa ótvírætt sýnt fram á að Háskóli Íslands er að standa sig virkilega vel og gera góða hluti á eins litlu fé og mögulegt hlýtur að geta talist. Skólinn hefur nú þónokkuð lengi staðið í einskonar fjárhagslegu hungurverkfalli gegn misréttisstefnu ríkisstjórnarinnar og tórað á þeim smáaurum sem honum hefur „örlátlega“ verið rétt af ráðamönnum. Nú er hann að gefast upp og vilji ójafnréttissinna því að verða.

Plottið
Við Háskóla Íslands starfar fjöldinn allur af fólki sem hefur mikinn metnað fyrir því að gera skólann afburðagóðan á heimsmælikvarða. Sem gott dæmi um það má nefna nýlegar yfirlýsingar Kristínar Ingólfsdóttur rektors, um að ætlun hennar sé að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla heims.

Með núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar sér þetta fólk ekki aðra kosti í stöðunni en að biðja um fé úr vösum stúdenta. Um leið og skólinn fer að eigin frumkvæði að biðja um leyfi til upptöku skólagjalda missa margir sjónar á raunverulegri orsök fjárskortsins og smám saman hættir fólki að finnast skólagjaldahugmyndin svo slæm. Og viti menn! Ríkið hættir að vera sökudólgurinn í umræðunni, því það var jú skólinn sjálfur sem bað um að fá að kroppa í vasa stúdenta. Ríkisstjórnarflokkunum verður að vilja sínum en ábyrgðinni er komið yfir á skólann.

Öll þjóðin vill vitanlega að háskólinn okkar sé öflugur og flest vildum við glöð sjá hann í framlínunni á alþjóðavettvangi einnig. Nemendur þrá betri aðstöðu til vinnu sinnar og vilja bestu kennslu sem völ er á.

Hvers vegna þá ekki skólagjöld?
Með réttri forgangsröðun á fénu úr samskotsbauknum okkar allra, sem margir kalla ríkiskassann, má vel efla menntun landsmanna svo um muni. Við gætum til dæmis spurt okkur sjálf hvort okkur finnist mikilvægara, að koma á fót íslenskum her, eða mennta framtíðarþegna þjóðarinnar? Peningana eigum við. Allt er þetta aðeins spurning um forgagnsröðun.

Jafnrétti til náms óháð þjóðfélagsstöðu og fjárhag grundvallast m.a. á því að ekki verði tekin upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Skólagjaldasinnar benda á að flestum, ef ekki öllum, sé tiltölulega auðvelt að fá lán fyrir gjöldunum og greiða þau upp með himinháum framtíðartekjum þeim sem hljótast af náminu. Tökum lítið dæmi.

Manneskja tekur 3,4 milljónir í lán yfir 5 ára námstíma, sem er lágmarksframfærsla einstaklings skv. Lánasjóði íslenskra námsmanna, eða um 75.000 kr. á mánuði. Gefum okkur að manneskja þessi sé svo með hálfa milljón á mánuði (500.000 kr.) í tekjur út ævina. Skv. skilmálum LÍN í dag mun það taka viðkomandi um 17 ár að greiða niður námslánin sín, með rúmra 18.000 kr. greiðslubyrði á mánuði allan þann tíma.

Bætum ofan á þetta 200.000 króna skólagjöldum á ári og miðum við 5 ára nám. Það sér hver maður að hér er jafnrétti til náms óháð fjárhag fokið út í veður og vind.

Hvernig ætlar ríkið að tryggja jafnrétti til náms?
Það sem mér hefur ávallt þótt vanta inn í umræðuna um skólagjöld við ríkisháskólana og jafnréttið til náms, eru hugmyndir þeirra sem ólmir vilja taka upp skólagjöld, um þær leiðir aðrar sem færar eru til að tryggja það að ekki aðeins hinir heppnu hafi tök á að mennta sig.

Nú er svo komið að skólarnir eru að gefast upp og upptaka skólagjalda við Háskóla Íslands í sjónmáli. Þá ríður á að þjóðin gleymi því ekki hverjir bera ábyrgð á stöðunni og krefjist svara við því hvernig tryggja skuli öllum landsmönnum jafnan rétt til náms.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand