Jafnvægi og framfarir – Ábyrg efnahagsstefna. Hvað er framundan í íslenskum efnahagsmálum?

Opinn fundur á Grand hótel í Reykjavík 11. apríl. Ritið Jafnvægi og framfarir – ábyrg efnahagsstefna kemur út en efni þess er framlag til frekari umræðu og stefnumótunar flokksins í efnahagsmálum. Jón Sigurðsson hagfræðingur og fyrrv. ráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Norræna fjárfestingabankans ritstýrði ritinu. Opinn fundur á Grand hótel í Reykjavík 11. apríl nk. kl. 8.30 – 10.00.

Miðvikudaginn 11. apríl n.k. kemur út á vegum Samfylkingarinnar ritið Jafnvægi og framfarir – ábyrg efnahagsstefna, og er þar fjallað um ástand og horfur í íslensku efnahagslífi. Efni þess er framlag til frekari umræðu og stefnumótunar flokksins í efnahagsmálum.

Ritinu verður dreift, niðurstöður kynntar og ræddar á opnum morgunverðarfundi á Grand-hótel í Reykjavík miðvikudaginn 11. apríl kl. 8.30 – 10. Á fundinn er velkomið allt áhugafólk um stjórnmál og hagstjórn.

Ritstjóri var Jón Sigurðsson hagfræðingur og fv. ráðherra Alþýðuflokksins, seðlabankastjóri og forstjóri Norræna fjárfestingabankans. Á fundinum kynnir hann helstu niðurstöður í ritinu og þær ræða síðan Hörður Arnarson forstjóri Marel og Þóra Helgadóttir hagfræðingur í greiningadeild Kaupþings. Einnig munu þátttakendur í starfshópnum sem samdi greinargerðina og aðrir fundarmenn taka þátt í umræðum eftir því sem tilefni gefast. Inngang flytur formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fundarstjóri verður Kristján Möller alþingismaður.

Auk almennrar greiningar á stöðu og horfum í efnahagsmálum fjallar greinargerðin um eftirfarandi þætti:

  1. Gjaldmiðill, vextir og gengi – er krónan nógu stór fyrir Ísland?
  2. Ríkisfjármál: Eftirspurnarstjórn og kjarajöfnun: Sveiflujöfnun í þjóðarbúskapnum. Tekjuskiptingaráhrif opinberra fjármála. Jafnvægi og aðhald – ábyrg fjármálastefna. Fjárfesting í framtíð – ekki í stöðnun.
  3. Samkeppni, verðmyndun og viðskiptafrelsi.
  4. Vinnumarkaður, fólksflutningar og félagsleg réttindi.
  5. Menningarstarfsemi, nýsköpun og mannauður.
  6. Auðlindastefna og auðlindagjöld.
  7. Umhverfi og efnahagur.

Greinargerðin var samin í starfshópi um hagstjórn í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu. Í hópnum störfuðu hagfræðingar og félagsfræðingar sem starfa við háskólakennslu og rannsóknir, starfa fyrir verkalýðshreyfinguna og atvinnulífið eða starfa við fjármálaþjónustu og hagrannsóknir auk nokkurra þingmanna og starfsmanna Samfylkingarinnar. Formaður starfshópsins og ritstjóri greinargerðarinnar var eins og fyrr var getið, var Jón Sigurðsson.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand