Hvað segir það um okkur ef við verndum ekki börnin?

Víða um heim eru réttindi barna fótum troðin. Það hvílir að mínu mati á okkur rík skylda til að vernda börn enda geta þau ekki staðið vörð um eigin réttindi. Þær grunnkröfur sem við hljótum að gera til samfélags okkar hér á jörðinni ætti að vera að tryggja öllum börnum nægan mat, vatn, lyf og læknishjálp, menntun og vernd gegn misnotkun og ofbeldi. Íslendingar allir og íslensk stjórnvöld geta gert fjölmargt til að tryggja réttindi barna í heiminum. Víða um heim eru réttindi barna fótum troðin. Það hvílir að mínu mati á okkur rík skylda til að vernda börn enda geta þau ekki staðið vörð um eigin réttindi. Þær grunnkröfur sem við hljótum að gera til samfélags okkar hér á jörðinni ætti að vera að tryggja öllum börnum nægan mat, vatn, lyf og læknishjálp, menntun og vernd gegn misnotkun og ofbeldi. Íslendingar allir og íslensk stjórnvöld geta gert fjölmargt til að tryggja réttindi barna í heiminum.

Þrælabúðir nútímans eru fullar af börnum
Eitt alvarlegasta og víðtækasta dæmið um brot á réttindum barna er barnaþrælkun. 200-400 milljónir barna eru neydd til að vinna við námugröft, heimilishjálp, landbúnaðarstörf eða í framleiðslu á ódýrum fatnaði og annarri neysluvöru sem sendur er á markað á Vesturlöndum. Ég tel að íslensk stjórnvöld eigi að taka það inn í stefnu sína í þróunarmálum að berjast gegn barnaþrælkun. Íslensk stjórnvöld ættu að draga úr fjárveitingum til hergagnaflutninga og öryggisgæslu í Afganistan og styðja frekar börn og fjölskyldur sem búa við barnaþrælkun. Ein aðferð sem reynst hefur vel er að greiða bæði fyrir menntun barna sem seld hafa verið í þrælabúðir sem og að bæta fjölskyldum þeirra upp tekjumissinn. Til viðbótar þessu eiga íslensk stjórnvöld að beita sér innan alþjóðastofnana og þrýsta á lönd þar sem barnaþrælkun er stunduð til að bæta frammistöðu sína í menntun og heilbrigðisþjónustu við börn.

Skortir Halldór hugmyndir?
Einnig er nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld taki þátt í að byggja upp öflugt alþjóðlegt samstarf lögreglumanna til að berjast gegn barnaklámi. Kynferðisofbeldi gegn börnum er svartasti bletturinn á samfélagi okkar. Að það líðist að rekinn sé iðnaður sem misnoti börn á þennan hryllilega hátt er til háborinnar skammar fyrir hinn siðmenntaða heim. Íslendingar eru eftirbátar nágrannalandanna hvað varðar þátttöku og ábyrgð í alþjóðlegu samstarfi og hvað varðar framlög til þróunaraðstoðar. Baráttan gegn vestrænum mönnum og konum sem misnota börn úr fátækari heimshlutum gæti verið verðugt verkefni til að taka forystu í fyrir íslenska ríkisstjórn sem vill taka aukinn þátt í baráttunni fyrir verndun barna.

Er vatn á Mars? – Hverjum er ekki sama á meðan milljónir barna deyja vegna þess að það vantar hreint vatn í Afríku
Við Íslendingar búum við kjör sem níu af hverjum tíu manneskjum í heiminum geta aðeins leyft sér að dreyma um. Okkur ber skylda til þess að deila þessari gæfu okkar með öðrum og reyna að stuðla að bættum hag þeirra sem búa við skort víða um heim. Við getum sem einstaklingar gert fjölmargt til að vernda börn í neyð. Á Íslandi eru starfrækt ýmis konar samtök sem berjast fyrir betri heimi fyrir börn. Hér eru heimasíður nokkurra þeirra:

ABC Barnahjálp
Barnahjálp SÞ – UNICEF á Íslandi
Hjálparstarf kirkjunnar
SOS Barnaþorp

Auk þess er ítarlega fjallað um réttindi barna í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem Alþingi staðfesti árið 1992 og hvet ég sem flesta til að kynna sér innihald hans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið