Mikilvægir kjarasamningar

Boðuð lækkun tekjuskattsins þarf því að vega upp hækkanir á öðrum sköttum sem ríkisstjórnin hefur komið á eða hækkað að undanförnu, ætli ríkisstjórnin að standa við loforð sín um skattalækkanir. Kjarasamningar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar, sem undirritaðir voru í gær, eru mjög mikilvægir fyrir almenning í landinu. Í samningunum hefur verið lögð áhersla á að rétta hlut þeirra sem helst þurfa þess við, þeirra lægstlaunuðu. Jafnframt voru atvinnuleysisbætur hækkaðar auk almennrar hækkunar launa. Framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð var hækkað um 2% en jafnframt felld niður skylda atvinnurekanda til að greiða fast 1% af launum í séreignarlífeyrissjóð.

Einna mikilvægast er þó til hve langs tíma samningarnir eru gerðir, en þeir gilda til 31. desember 2007. Þessi langi gildistími tryggir stöðugleika á vinnumarkaði, sem aftur er grundvöllur stöðugrar og lágrar verðbólgu.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa því lagst á eitt um að tryggja þeim lægstlaunuðu mannsæmandi laun auk þess að undirbyggja almennan stöðugleika og þar með hagsæld í landinu. Þessir aðilar hafa því lagt sitt af mörkum.

Þáttur ríkisins í samningunum er ekki að fullu kominn til framkvæmda. Loksins er komin tímasetning á marglofaðar skattalækkanir, en þær eiga að koma til framkvæmda í haust. Það sem af er kjörtímabili ríkisstjórnarinnar hefur ekkert gerst í skattamálum, nema að skattar á almenning hafa hækkað. Má þar nefna hækkun bifreiðagjalds, hækkandi álögur á áfengi og tóbak, afnám framlags ríkisins í séreignalífeyrissjóð og almenna verðrýrnun persónuafsláttarins.

Það er löngu orðið tímabært að ríkisstjórnin standi við stóru orðin og lækki duglega skatta á almenning í landinu, með sama hætti og hefur verið gert á fyrirtæki. Því lengri tími sem líður, þeim mun stórkostlegri þurfa skattalækkanirnar að vera. Það er nefnilega þannig að fólki er nokkuð sama hvað skattarnir sem það greiðir heita. Það sem máli skiptir er heildarsumman sem fólk greiðir í skatta og gjöld af launum sínum.

Boðuð lækkun tekjuskattsins þarf því að vega upp hækkanir á öðrum sköttum sem ríkisstjórnin hefur komið á eða hækkað að undanförnu, ætli ríkisstjórnin að standa við loforð sín um skattalækkanir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand