Jafnrétti til náms

Háskólar eru hornsteinar okkar samfélags. Framlag þeirra til samfélagsins er ómetanlegt þegar litið er til þeirra þátta sem byggja á þekkingu sem þeir miðla. Enginn efast um gildi menntunar eða háskóla. Það sem menn efast hins vegar um er hvort jafnrétti eigi að vera til náms eða ekki, þ.e. hvort efnahagur manna eigi að ráða miklu eða engu um hvort einstaklingar geti notið menntunar á Íslandi. Háskólar eru hornsteinar okkar samfélags. Framlag þeirra til samfélagsins er ómetanlegt þegar litið er til þeirra þátta sem byggja á þekkingu sem þeir miðla. Enginn efast um gildi menntunar eða háskóla. Það sem menn efast hins vegar um er hvort jafnrétti eigi að vera til náms eða ekki, þ.e. hvort efnahagur manna eigi að ráða miklu eða engu um hvort einstaklingar geti notið menntunar á Íslandi.

Hingað til hefur LÍN verið helsta verkfærið til að fyrirbyggja að efnalítið fólk geti sótt nám og þroskað sig á þeim sviðum sem það óskar. Þó vel sé gert við nemendur með lágu vaxtastigi hjá LÍN verður það að viðurkennast að ekki er reynt með nokkru móti að auðvelda þeim lífið að öðru leyti. Höfum í huga að lán frá LÍN eru greidd eftir á og nemendur verða því að lifa á yfirdrætti á háum vöxtum til að brúa bilið. Einungis námsmönnum er gert að lifa í framtíðinni virðist vera. Vaxtakostnaður nemenda er fjarri lagi að vera á námsmannavöxtum, þegar hið rétta er þeir búa við okurvexti. Fyrst borga þeir vexti af yfirdrætti og síðan af láni frá LÍN.

Afleiðing af þessu fyrirkomulagi er sú að nemendur þurfa að vinna með námi sínu til þess að geta borgað vaxtagreiðslur og brúa ginnungagapið sem LÍN gerir ekki. Framfærsla námsmanna er nefnilega miðuð við letjandi bætur eins og atvinnuleysisbætur, þ.e. bætur sem eru viljandi lágar svo fólk sækist ekki eftir þeim. Ofan á þetta bætist sú staðreynd að bótakenndu greiðslurnar eru lán en ekki gjöf.

Nú berast þær fréttir að 5700 stúdentar séu skráðir í Háskóla Íslands en ríkisstjórn Íslands ætlar einungis að borga fyrir 5200 námsmenn þar. Með grunnskólastærðfræði þýðir þetta að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að borga fyrir 500 nemendur í skólanum. Til að orða þetta enn nákvæmar þýðir þetta að nú eru tímamót í stefnu stjórnvalda gagnvart Háskóla Íslands; það á að annaðhvort takmarka aðgengi að skólanum eða taka upp skólagjöld.

Nú þegar erum við, sjötta ríkasta þjóð í heimi, í 26. sæti í framlögum til menntamála. Enginn framtíðarstefna liggur fyrir hjá Sjálfstæðisflokknum sem þó hefur séð um þennan málaflokk 17 af síðustu 20 árum. Menntamálaráðherra segir í einu viðtali að HÍ búi ekki við fjársvelti en í næstu setningu er hún að velta fyrir sér skólagjaldaleiðum til að auka fjármagn til hans. Bendir þetta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga framtíðarsýn á framtíð Íslands aðra en að byggja efnahag landsins á frumvinnslu. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins er að jafnrétti til náms heyri sögunni til.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand