UJR vilja fresta færslu Hringbrautar meðan kannað er hvort aðrar leiðir koma til greina

Á næstu vikum stendur fyrir dyrum að bjóða út framkvæmdir við færslu Hringbrautar milli Njarðargötu og Miklatúns og mun hún í framtíðinni liggja fyrir sunnan Umferðarmiðstöðina og Læknagarð. Á næstu vikum stendur fyrir dyrum að bjóða út framkvæmdir við færslu Hringbrautar milli Njarðargötu og Miklatúns og mun hún í framtíðinni liggja fyrir sunnan Umferðarmiðstöðina og Læknagarð.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja yfirvöld til þess að skoða vandlega hvort skynsamlegt er að grafa Hringbraut í stokk á að minnsta kosti hluta þessa kafla í stað þess að leggja nýja 6 akreina stofnbraut ofanjarðar eins og nú er áformað. Ungir jafnaðarmenn vilja að kannað verði hvort það að leggja brautina í stokk geti styrkt tengsl miðborgar og Vatnsmýrar og auk þess leitt til betri nýtingar þess lands sem ella færi undir akvegi. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja skipulagsyfirvöld líka til að skoða hvort hægt er að hanna gatnamót Bústaðavegar og Nýju-Hringbrautar betur, sérstaklega með tilliti til hægribeygja, sem og hvort hægt er að sleppa umferðarljósum sem fyrirhuguð eru við
Umferðarmiðstöðina.

Nú er búið að eyrnamerkja um 1,5 milljarða króna í framkvæmdir við færslu Hringbrautar og er eðlilegt að borgaryfirvöld vilji nota það fé sem ríkið er tilbúið að leggja í samgöngumannvirki í Reykjavík. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík benda yfirvöldum á að hægt væri að flýta öðrum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru meðan færsla Hringbrautar yrði skoðuð nánar. Þannig mætti hugsa sér að framkvæmdum við mislæg gatnamót á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar yrði hraðað, sem og framkvæmdum við færslu Sæbrautar milli Laugarnesvegar og Dalbrautar auk framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar alla leið upp í Mosfellsbæ. Einnig má benda á þá leið, sem fordæmi eru fyrir, að borgin hraði sínum framkvæmdum, svo sem byggingu skóla- og orkumannvirkja eða hafnargerð, gegn því að draga úr slíkum
framkvæmdum þegar kostnaður við færslu Hringbrautar félli til.

Ályktun stjórnar Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand