Barátta gegn hryðjuverkum?

Öll ummæli Davíðs Oddsonar og hans félaga þess efnis að með því sé hryðjuverkamönnum sýndur undirlægjuháttur, stenst einfaldlega ekki. Stríðið gegn Írak hafði aldrei neitt með hryðjuverk að gera, eins og komið hefur á daginn og andstæðingar stríðsins vissu allan tíman.
Hin hræðilegu hryðjuverk í Madrid, sem urðu um 200 manns að bana, urðu sorgarefni um allan heim. Allur hinn vestræni heimur stóð á öndinni yfir hinum voðalegu ódæðisverkum sem þar áttu sér stað. Enginn vestrænn fjölmiðill var undanskilin þegar kom að syrgðarfréttum á forsíðum eða í fréttatímum.

Tvískinnungur vesturlanda
Hins vegar er aðra sögu að segja þegar kemur að þeim ódæðisverkum sem framin eru af Ísrael í Palestínu í hverri viku og hverjum mánuði. Alþjóðasamfélagið sýnir vanmátt sinn í hnotskurn í málefnum Ísrael og Palestínu. Ísrael er vinveitt vestrænum ríkjum. Vestræn ríki stunda viðskipti við Ísrael, Bretar og Bandaríkjamenn selja þeim vopn, Bandaríkin styðja þá árlega með himinháum peningastyrkjum og Evrópubúar leyfa þeim meira að segja að taka þátt í Eurovision. Samt horfum við upp á þennan ,,bandamann okkar” fremja hliðstæðu þess sem gerðist í Madrid í hverri viku án þess kippa okkur við það. Valdajafnvægið í hinum vestræna heimi er einfaldlega þannig háttað að hugtakið ,,vestrænt lýðræði” missir alla merkingu.

Hin misheppnaða barátta gegn hryðjuverkum
Hernaðurinn gegn Írak var háð sem barátta gegn hryðjuverkum. Þó að lítið sé talað um það nú rúmu ári eftir að stríðið hófst, þá var stríðið hluti af fyrirbyggjandi aðgerðum Bush Bandaríkjaforseta. Samt er erfitt að sjá hvernig stríðið í Írak hafi dregið úr hryðjuverkum eða haft einhver fyrirbyggjandi áhrif – hvað þá gert heiminn eitthvað öruggari. Þeir sem voru andsnúnir hernaðinum í Írak sáu þetta og vissu, stríð við Írak hefur ekkert með hryðjuverk að gera. Mikið nær hefði verið að finna lausn á deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna til að reyna að draga úr titringi í hinum múslímska heimi. Það mun hafa fyrirbyggjandi áhrif.

Að lokum vill ég segja að ég tel að Zapatero, tilvonandi forsætisráðherra Spánar, geti óhræddur dregið spænskt herlið frá Írak. Öll ummæli Davíðs Oddsonar og hans félaga þess efnis að með því sé hryðjuverkamönnum sýndur undirlægjuháttur, stenst einfaldlega ekki. Stríðið gegn Írak hafði aldrei neitt með hryðjuverk að gera, eins og komið hefur á daginn og andstæðingar stríðsins vissu allan tíman.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand