Ísrael-Palestína: Miðvikudagskvöld kl. 20 á 22

Á miðvikudagskvöldið bjóðum við til Palestínukvölds á 22 við Laugarveg (áður Barinn)kl. 20. Þar ætla Sveinn Rúnar Hauksson og fleiri félagar úr Íslandi-Palestínu að vera með okkur.Eva og Anna Pála eru á leið til Ísraels og Palestínu. Lagt verður í hann um verslunarmannahelgina, í tíu daga ferð þar sem við sláumst í för með snillingunum úr ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins.

Við hittum fólk úr ungliðahreyfingum Fatah og ísraelska verkamannaflokksins, ferðumst um svæðið og reynum að kynnast því af eigin raun hvernig aðstæðurnar eru og hvað fólkið hefur að segja. Norrænu félagar okkar eru vel tengdir og vinna t.d. að ýmsum lýðræðisþróunarverkefnum í Palestínu.

Á miðvikudagskvöldið bjóðum við til Palestínukvölds á 22 við Laugarveg (áður Barinn)kl. 20. Þar ætla Sveinn Rúnar Hauksson og fleiri félagar úr Íslandi-Palestínu að vera með okkur. Við vonumst eftir skemmtilegu kvöldi og lifandi spjalli um málefni Ísraels/Palestínu.

Þar sem við eigum lítinn pening og borgum ferðina sjálfar ætlum við að vera með söfnunarbauk á svæðinu og öll framlög, smá og stór verða þegin með þökkum. Á móti verður tilboð á barnum – frábær afsökun fyrir bjór á miðvikudagskvöldi 🙂

Okkur þætti vænt um að sjá ykkur sem flest.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand