Íslenzki fáninn

Í dag er 17. júní og þá drögum við Íslendingar þjóðfána okkar að húni. Opinberir fánadagar eru t.a.m. jóladagur, nýársdagur, fæðingardagur forseta landsins, sjómannadagur og 1. maí. Einnig er ósjaldan flaggað t.d. við útisamkomur, útskriftir, jarðarfarir, opinberar athafnir og fermingar. Eflaust er flestum ókunnug saga íslenska fánans sem og þær reglur sem gilda um hann og notkun hans. Í dag er 17. júní og þá drögum við Íslendingar þjóðfána okkar að húni. Opinberir fánadagar eru t.a.m. jóladagur, nýársdagur, fæðingardagur forseta landsins, sjómannadagur og 1. maí. Einnig er ósjaldan flaggað t.d. við útisamkomur, útskriftir, jarðarfarir, opinberar athafnir og fermingar. Eflaust er flestum ókunnug saga íslenska fánans sem og þær reglur sem gilda um hann og notkun hans.

Fyrsti þjóðfáninn
Fyrsti þjóðfáni Íslands var hvítur kross á bláum fleti og hefur hann að öllu jöfnu verið kallaður hvítbláinn. Í honum er kross þar sem lóðrétta línan er nær stönginni, en hliðinni á móti. Þessi tegund krossa í þjóðfánum er nær einskorðuð við Norðurlöndin. Fyrsti fáni okkar Íslendingar var fyrst notaður í kringum aldamótin 19. hundruð. Hann þótti of líkur konungsfána Grikklands og því var rauðum krossi bætt inní þann hvíta árið 1915. Sumir halda því fram að þetta hafi verið gert til að minna á tengsl Íslands við Danmörk, en hvítur norðurlandakross á rauðum fleti er þjóðfáni Dana eins og kunnugt er. Nýi fáninn varð þjóðfáni árið 1918 og hann var staðfestur sem fáni lýðveldisins þegar Ísland hlaut sjálfstæði frá Dönum 1944.

Lög um þjóðfána Íslendinga
Í fyrstu grein laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkisins segir: ,,Hinn almenni þjóðfáni Íslendinga er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna ná alveg út í jaðra fánans, og er breidd þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9 af fánabreiddinni. Bláu reitirnir eru rétthyrndir ferhyrningar: stangarreitirnir jafnhliða og ytri reitirnir jafnbreiðir þeim, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar er 18:25.” Ennfremur segir í 9. grein laganna: ,,Sýnishorn af réttum litum og hlutföllum þjóðfánans skal vera til á vissum stöðum, sem [forsætisráðuneytið] ákveður og auglýsir, svo og hjá öllum lögreglustjórum. Bannað er að hafa á boðstólum, selja eða leigja aðra fána en þá, sem gerðir eru með réttum litum og réttum hlutföllum reita og krossa.”

Enginn má óvirða fánann, hvorki í orði né verki! Óleyfilegt er að draga fána á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni. Að jafnaði skal hann ekki vera lengur uppi en til sólarlags, en aldrei lengur en til miðnættis. Óheimilt er að nota fánann sem einkamerki stofnana, félega eða einstaklinga eða sem einkennismerki. Ennfremur er óheimilt að selja eða bjóða til sölu vörur af erlendum uppruna ef á þær eða umbúðir þeirra hefur verið sett mynd af íslenska fánanum.

Að lokum
Berum virðingu fyrir hinum glæsilega fána okkar og drögum hann oftar að húni en við gerum nú. Til hamingju með daginn!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand