Étur kynlífsbyltingin börnin sín? (fyrri hluti)

Á síðustu fimmtán árum hefur orðið algjör bylting í viðhorfum Íslendinga til kynlífs. Undir lok níunda áratugarins fóru að sjást merki um að einhver afdrifarík breyting væri í aðsigi. Töluðu margir um að tími hefði verið til kominn því við Íslendingar hefðum verið lokuð og leiðinleg í rúminu fram að þessu. Á síðustu fimmtán árum hefur orðið algjör bylting í viðhorfum Íslendinga til kynlífs. Undir lok níunda áratugarins fóru að sjást merki um að einhver afdrifarík breyting væri í aðsigi. Töluðu margir um að tími hefði verið til kominn því við Íslendingar hefðum verið lokuð og leiðinleg í rúminu fram að þessu.

Um svipað leyti sneri Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, fyrsti íslenski kynlífsfræðingurinn, heim úr námi og óafvitandi markaði hún upphaf íslensku kynlífsbyltingarinnar. Fræinu hafði verið sáð. Fyrr en varir fóru menn í auknum mæli að nota kynlíf til að selja vörur sína og þjónustu og haft var á orði að líklega væru dönsku klámhundarnir okkur góð fyrirmynd eftir allt saman. Dönskukunnátta margra enda komin beint úr Rapport. Jóna Ingibjörg vann gríðargott starf á tímum þar sem foreldrar voru feimnir við að uppfræða börn sín um kynlíf og hættuna sem stafar t.d. af kynsjúdómum.

Um miðjan 10. áratuginn tók byltingin enn kipp með tilkomu súlustaðanna og undir lok hans hafði almennur aðgangur þjóðarinnar að Internetinu opnað allar flóðgáttir og innreið kynlífsiðnaðarins á Íslandi náði hámarki. Tugir þúsunda Íslendinga munu til að mynda hafa notað sér þjónustu stefnumótavefjarins Einkamál.is. En það fyrirtæki auglýsir m.a. að það sé þitt einkamál ef þú hneigist til samræðis við hross. Annað hefði ég nú haldið án þess að ég hafi kynnt mér dýraverndunarlögin sérstaklega.

Kynkaldir verða skotnir fyrst
Jú! Árið 2003 hefur kynlífsbyltingin valdið því að það er orðið bannað að hneykslast á kynhegðun eða klámi. Það er beinlínis púkó að blygðast sín. Ef þú lætur út úr þér einhverjar efasemdir um hollustu takmarkalausrar tilraunamennsku í kynlífi eða efast um hvort ákveðnar kynlífsathafnir séu eðlilegar þá áttu á hættu að vera stimplaður kynkaldur. Þú fáir líklega ekki nóg af kynlífi sjálfur. Sért ekki nógu opinn.

Eftirsóknarvert sé hins vegar að vera í “opnum” hjónaböndum þar sem makaskipti og þátttaka þriðja aðila er grundvöllur gleðinnar. Allt sé leyfilegt. Það sé beinlínis nauðsynlegt að gera tilraunir með eigin lægstu hvatir ef samband þitt við makann á að geta blómstrað.

Mesta yndið?
En bylting þessi á líklega uppruna sinn utan Íslands. Ef maður horfir á tónlistarmyndbönd án þess að hljóðið sé á er oft ekki auðvelt að sjá hvort um tónlistarflutning eða einhverskonar klámmynd sé að ræða. Kynlífsbyltingin á því uppruna sinn að einhverju leyti hjá framleiðendum popptónlistar, tísku og kvikmynda. Skilin á milli þessara greina og klámiðnaðarins verða sífellt óljósari.

Sem dæmi má nefna að ekki alls fyrir löngu leigði ég myndina „The sweetest thing“ á myndbandi í þeirri trú að um væri að ræða rómantíska gamanmynd. Það kom síðan á daginn að grófar kynlífsvísanir yfirgnæfðu alla rómantík og á endanum var mér hreinlega misboðið af því hvernig samskiptum kynjanna er lýst í myndinni. Nú gætu einhverjir haldið að um ódýra framleiðslu með lítt þekktum leikurum hafi verið að ræða og að ég hafi mátt búast við þessu. Þvert á móti. Þetta er engin b-mynd heldur sumarsmellur sem sýndur var í kvikmyndahúsum og skartar helstu ungleikkonum í Hollívúdd. Cameron Diaz, Christina Applegate og Selma Blair leika í myndinni þrjár mjög kynferðislega aggressívar ungar konur sem togast á milli þess að leita að sannri ást og þess að eiga í skuldbindingarlausum líkamlegum samböndum.

Ekkert af þessu er kannski nýtt. En það sem minnti mig óþyrmilega á tilvist minnar eigin blygðunarkenndar var sex mínútna langt söngleikjaatriði í miðri myndinni þar sem þær stöllur bresta í söng og stíga dans til að lýsa því betur hvernig getnaðarlimur karlmanns nokkurs sé of stór fyrir hin ýmsu líkamsop þeirra. Með aðstoð aukaleikara af báðum kynjum og á ýmsum aldri syngja þær eftirfarandi línur á frummálinu: „Too big to fit in here, too big to fit in here!“ Gefið er til kynna með leikrænni tjáningu að stærðin valdi vandkvæðum þegar að taka skal til við að eiga við stórgerða karlmanninn munnmök, endaþarmsmök og hefðbundin mök. Undir rós er gefið í skyn að sársaukinn sé þó sannarlega þess virði.

Segið að ég sé gamaldags. Segið mig tepru! Mér er sama. Mér bara blöskrar hvernig því er haldið fram að óþægindi eða jafnvel sársauki hafi eitthvað með fullnægju í kynlífi að gera. Hvaða skilaboð er þarna verið að senda ungu og áhrifagjörnu fólki?

Framhald… Seinni hluti greinarinnar birtist á morgun.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand