Allt fyrir íþróttamenn

Íþróttir. Mér er illa við íþróttir. Þó ekki hreyfinguna sem slíka heldur allt skrautið í kringum íþróttir, fréttaflutning og hetjudýrkun liða til að mynda. Og já, þá fáránlegu kynjaskiptingu sem þar er að finna.Hér á landi hefur verið uppi áróður fyrir því að koma stelpum jafnt sem strákum í íþróttir og er það vel. Stelpulið og strákalið eru í boltanum, stúlkur og strákar sýna árangur í frjálsíþróttum, sundi og ýmsu öðru. Stelpur detta þó fremur út úr leiknum á unglingsaldri en strákar. Gerð var óformleg könnun og fjöldi frétta á íþróttasíðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins síðustu þrjá daga kannaður(miðvikudag til föstudags). Íþróttir. Mér er illa við íþróttir. Þó ekki hreyfinguna sem slíka heldur allt skrautið í kringum íþróttir, fréttaflutning og hetjudýrkun liða til að mynda. Og já, þá fáránlegu kynjaskiptingu sem þar er að finna.

Gef mér K gef mér R gef mér KR!
Í Bandaríkjunum æfa strákar amerískan fótbolta og stelpurnar dansa um með dúska. Þær eru skraut en þeir eru hetjur. Þar eru nokkrar íþróttir einnig vinsælar; íshokkí, hafnarbolti og körfubolti eru til að mynda vinsælt sjónvarpsefni. En eins og með ameríska fótboltann eru þetta fyrst og fremst strákaíþróttir og stelpur fá litla sem enga athygli (nema þú sért L.A. Lakers klappstýra eða álíka).

Hér á landi hefur verið uppi áróður fyrir því að koma stelpum jafnt sem strákum í íþróttir og er það vel. Stelpulið og strákalið eru í boltanum, stúlkur og strákar sýna árangur í frjálsíþróttum, sundi og ýmsu öðru. Stelpur detta þó fremur út úr leiknum á unglingsaldri en strákar. Það er ef til vill ekki skrítið, miðað við þá fréttaumfjöllun sem þær fá. Sem er lítil sem engin. Strákar fá þannig fjöldan allan af fyrirmyndum og hetjum sem stúlkur samsama sér lítið með.

Morgunblaðið, blað allra landsmanna?
Ég gerði óformlega könnun og athugaði fjölda frétta á íþróttasíðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins síðustu þrjá daga (miðvikudag til föstudags). Nánar tiltekið skoðaði ég hversu margar fréttir og fréttaskot snerust um konur og hve margar um karla.

Morgunblaðið: Karlar: 92
Konur: 4
Fréttablaðið: Karlar: 11
Konur: 4

Vitanlega er þetta ekki marktæk rannsókn og ekki náði hún yfir marga fjölmiðla, en þessir dagar voru þó á engan hátt ódæmigerðir í fréttaflutningi á íþróttum. Jafnvel þótt eitthvað spennandi hafi verið að gerast hjá strákunum þá er ólíklegt að konur séu í raun rúm 4% af því sem gerist í íþróttaheiminum, eins og Morgunblaðið (blað allra landsmanna?) virðist telja. Fréttablaðið virtist standa sig aðeins betur.

Skipta konur þá bara minna máli?
Íþróttaklíkan er óskorað karlaveldi, og þá sérstaklega í boltaíþróttum. Stúlkur fá verri æfingartíma í boltanum en strákarnir en enginn virðist spá í því. Afrekskonur fá minni athygli og lægri laun en afreksmenn, en enginn virðist spá í því. Hlutdrægnin öskrar á fólkið í landinu en enginn virðist spá í því. Nei, íþróttir eru svo góðar.
Skipta konur ef til vill bara minna máli… og enginn spáir neitt í því?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand