Íslenskur raunveruleiki í hnotskurn

Þúsundir einstaklinga hafa þurft að leita sér aðstoðar hjá hinum ýmsu hjálparstofnunum, sem vinna mjög óeigingjarnt starf með það eitt að leiðarljósi að reyna að binda endi á eymdina hjá fjölda fólks. Stofnanir og félagasamtök eins og Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Félagsþjónustan og Rauði krossinn segja sömu söguna: fátækt fer vaxandi hér á landi og fólk er í auknum mæli farið að feta hin erfiðu spor til góðgerðarstofnana í von um aðstoð. Íslendingar hafa á liðnum árum notið meiri farsældar en dæmi eru til um, þjóðartekjur hafa vaxið jafnt og þétt og mun meira en áður hefur þekkst, kaupsýslumenn hafa farið um víða veröld til að leita nýrra viðskipta og þannig fært miklar tekjur hingað til lands og fyrirtæki hafa sýnt aukinn og meiri arð en áður þekktist. Meirihluti þjóðarinnar hefur á þann hátt notið góðs af þessum miklu framförum. Aldrei fyrr hafa Íslendingar haft jafnmikla fjármuni milli handa. Það er því óneitanlega gríðarleg þversögn í því að einmitt á slíkum tíma skuli fátækt aukast hér á landi frá ári til árs.

Þúsundir einstaklinga hafa þurft að leita sér aðstoðar hjá hinum ýmsu hjálparstofnunum, sem vinna mjög óeigingjarnt starf með það eitt að leiðarljósi að reyna að binda endi á eymdina hjá fjölda fólks. Stofnanir og félagasamtök eins og Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Félagsþjónustan og Rauði krossinn segja sömu söguna: fátækt fer vaxandi hér á landi og fólk er í auknum mæli farið að feta hin erfiðu spor til góðgerðarstofnana í von um aðstoð.

Fjölgar hjá góðgerðarsamtökum
Sem dæmi má nefna að Félagsþjónustan í Reykjavík segir að útgjöld sín í formi fjárhagsaðstoðar til fólks hafi aukist um 41% milli áranna 2001 og 2002, en til skýringar þá getur fólk sem hefur tekjur yfir 67 þúsund krónum ekki sótt um aðstoð hjá Félagsþjónustunni. Þetta sýnir þau vandræði sem fjölskyldur eru að glíma við, aukin skuldavandi og engar aðrar tekjur en félagslegar bætur svo dæmi séu tekin. Auk þess hefur Hjálparstofnun kirkjunnar sagt að fólk sé farið að leita til hennar í auknum mæli, fjölgunin milli áranna 2001 og 2002 er 30%, þetta er fólk sem er að sækjast eftir mataraðstoð, ráðgjöf og jafnvel fé til að geta greitt lyf sín og reikninga.

Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þessa aðstoð en stærsti hópurinn er öryrkjar, auk þess koma einstæðar mæður, láglaunað fjölskyldufólk, atvinnulausir og ellilífeyrisþegar. Þetta eru lýsandi dæmi um hvernig þjóðfélagið hefur brugðist skyldum sínum gagnvart fólki sem minna má sín í þjóðfélaginu og hvernig öryggisnet Íslendinga er rifnað, en þessu trausta öryggisneti höfum við löngum verið stolt af. Ekki síst sýnir þetta þó hvernig ráðamenn hafa skellt skollaeyrum við stjórnarskrárbundnum rétti þess fólks sem hefur staðið höllum fæti í þjóðfélaginu og er í brýnni þörf á aðstoð að halda.

Gildra fátæktar
Æ stærri hópur fólks lendir í þeirri skelfilegu lífsreynslu að festast í gildru fátæktar – hreinræktuðum vítahring sem gerir fólki, sem er allt að vilja gert, ómögulegt bjarga sér út úr á eigin spýtur. Það er óskemmtileg upplifun að neyðast til að viðurkenna neyð sína á þennan hátt, að kyngja stolti sínu og þurfa að leggja á sig þá þrautargöngu að leita ásjár hjá öðrum. Þessi mál hafa ekki farið mjög hátt í samfélaginu og er kominn tími til að rödd þessa fólk heyrist og það fái einhverja kjarabót. Okkar sterka öryggisnet, sem á að vera einn höfuðkostur í íslensku velferðarkerfi, er í dag svo götótt að hundruðir einstaklinga hafa ekki bolmagn til að framfleyta sér og sínum.

Ég tel ekki hinn minnsta vafa leika á því að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að hér sé stjórnað af meiri réttsýni og samhyggju en gert hefur verið á liðnum árum. Því miður hafa ráðamenn þessarar þjóðar stjórnað landinu á undanförnum árum á þann hátt að það hefur einkennst af því að samhjálp, jöfnuður og félagshyggja er á undanhaldi, en það er mín trú að það hljóti að vera þvert á vilja þjóðarinnar. Það er brýnt verkefni fyrir þjóðfélagið að treysta á nýjan leik öryggisnet velferðarkerfisins og bæta kjör þeirra einstaklinga sem minna mega sín, þannig að hægt sé að losa fólk úr fjötrum fátæktar sem verður sífellt sýnilegri og áþreifanlegri í þjóðfélaginu.

S stendur fyrir samstöðu
Samfylkingin er flokkur sem ætlar að stuðla að því að jafna þetta misvægi sem verið hefur ríkjandi í þjóðfélaginu á undarförnum árum. Hún ætlar að koma í veg fyrir það að tvær stéttir verði allsráðandi, hinir fáu útvöldu – þóknanlegir stjórnvöldum – lifa eins og kóngar, en réttindi fjöldans eru fyrir borð borin.

Samfylkingin er tilbúin að takast á við þjóðmálin og vinna að heilindum fyrir alla íbúa þessa lands, ekki eingöngu lítin hluta hennar. Samfylkingin verður að fá umboð til þess að vera á víglínunni ef breytingar eiga að ná fram að. Merkjum X við S þann 10. maí. Það er skref í rétta átt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið